Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Page 2
140
lög ná gildi, nema forseti samþykki þau, eða þingið
samþykki þau í annað sinn þrátt fyrir mótmæli forseta.
Vili forseti hafna einhveijum þeim lögum, er þingið
hefirsamþykt, verðr hann að mótmæla þeim innan tíu
daga, frá því er þingið hefir sent honum þau til undir-
skrifunar, að öðrum kosti fær frumvarp þingsins laga-
gildi án undirskriftar hans. Forseti hefir framkvæmd-
arvaldið i öllum þessum málum fyrir hönd þingsins, og
hefir hann með sér 7 ráðgjafa. Enginn getr orðið
forseti né varaforseti, nema hann sé fœddr í Banda-
ríkjunum og hafi búið þar 14 ár, enda sé hann fullra
35 ára gamall. Forseti tekr við störfum 4. marz, og
er valinn til fjögra ára. Forseti gerir samninga við
útlend ríki með samþykki ráðherradeildarinnar og veitir,
einnig með samþykki ráðherradeildarinnar, hin helztu
embætti; hann setr og menn til bráðabirgða 1 stað
þeirra, er embættum sleppa milli þinga. Til að kjósa
forseta og varaforseta eru í hveiju ríki valdir jafn-
margir menn og það ríki hefir fulltrúa og ráðherra í
sambandsþinginu, enn enga mega þeir hafa embættis-
stöðu í þarfir rikisins. Sambandsþingið ákveðr daginn,
er forseta skal kjósa, og skal það alstaðar vera sami
dagr. Skal síðan senda alla kosningarlistana til for-
setans í ráðherradeildinni, og eru þar talin atkvæð-
in í viðrvist beggja þingdeilda, og verðr sá forseti, er
flest hefir, hafi hann meira enn helming allra atkvæða;
annars eru teknir þeir 3, sem flest atkvæði hafa, og
skal fulltrúadeildin kjósa einhvern þeirra; hefir þá hvert
ríki eitt atkvæði, og verðr sá forseti, sem fær meira
enn helming allra atkvæða. Allir embættismenn og
fulltrúar Bandaríkjanna, bæði allra í heild sinni og hvers
einstaks ríkis, skulu vinna eið að stjórnarskránni; aftr
á móti mega þeir hafa hvaða trú sem þeir vilja, nema
i sumum ríkjum er það til tekið, að landstjóri skuli
vera kristinn.