Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Page 8
146
aldavinr Grants. Almenning-sálitið er nú orðið mjög
fráhverft stjómarháttum Grants, og Garfield var valinn
til þess að ganga einarðlega í berhögg við þá tvo ó-
siðu, sem einkum höfðu átt sér stað sfðustu árin sem
Grant var forseti, þó þeir að vfsu hafi átt sér stað
bæði fyrr og sfðar. þessir tveir ósiðir eru fédráttr og
fals gagnvart landssjóði og svo hinn svonefndi rdnskapr
(the spoils system). Um fédráttinn þarf eigi mörgum
orðum að fara, hann getr orðið á ýmsan hátt eftir á-
stœðum, er embættismenn rfkisins taka mútur til þess
af öðrum, að þeir megi svfkja fé út úr landssjóði. Allir
sjá hve viðbjóðslegt slíkt er, enda er almenningr orð-
inn svo uppvægr móti þessum ósóma, að vonandi er,
að bráðum takist að útrýma honum. Erfiðara verðr
að útrýma hinum ósómanum, hinum svonefnda ránskap.
Hann er f því fólginn, að sá sem til valda kemst er
talinn hálf-skyldr til að skifta alþjóðlegum embættum
milli þeirra manna, er hafa stutt hann til tignarinnar;
enn heLztu embættin veitir sambandsforsetinn með sam-
þykki ráðherradeildarinnar. Af þessu leiðir, að nýir menn
eru settir í flest embætti í hvert skifti sem forsetaskifti
verða, og eru það nálega áttatíu þúsundir embætta, er
þannig má úthluta. Nú er þess enginn kostr, að for-
seti eða ráðgjafar hans þekki allan þann manngrúa,
er um þessi embætti sœkja, og eru það þá venjulega
ráðherrarnir, sem benda þeim á, hverjir verðastir sé,
og komast þannig vildarmenn þeirra að embættun-
um. Garfield forseti tók fast f taumana í þessu efni, og
mundi hafa tekið enn fastara, ef honum hefði enzt aldr
til, og má geta eins dœmis um það. Svo stóð á, að
velja átti tollheimtumann í New-York, enn sú staða er
einhver hin arðmesta í Bandaríkjunum, enn á hinn bóg-
inn hvergi meiri þörf á samvizkusömum og ráðvönd-
um manni enn í þeirri stöðu. Tveir menn sóttu um
embættið, og hélt Garfield öðrum fram, enn hinum