Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Side 11
149
neðan af botni lýðveldishafsins, og fœrist alt af ofar
og ofar, unz hann glitrar í faxi hinnar hæstu öldu?
James Abraham Garfield fœddist 19. nóv. 1831 í
Orange-Township, í ríkinu Ohíó, skamt frá borginni
Cleveland; sú borg er nú í miklum uppgangi. Hann
átti ætt sína að rekja til eins af hreintrúarmönnum
(puritans) þeim, er fóru frá Englandi til Vestrheims
1635, til þess að geta fengið fullkomið trúarfrelsi. Ætt
hans er, að sögn, engil-saxnesk og óblönduð, eins og
nafn hans sýnir, því að bæði orðin, sem það er mynd-
að af, eru engil-saxnesk (Gar-=war=styrjöld og field
=völlr). Foreldrar Garfields komu til Ohíó árið 1830,
og settust að þar i skógunum, enn þar var þá lítt
bygt. Að þrem árum liðnum vóru þau búin að byggja
sér hús og rœkta land það, er þau áttu að hafa viðr-
væri sitt af. Svo óheppilega tókst nú til, að faðir
Garfields veiktist og dó, og var um að kenna of mik-
illi áreynslu. Ekkjan stóð nú ein uppi með 4 börn,
og var James yngstr. Henni tókst þó að halda jörð-
inni, enn mikið varð hún á sig að leggja og mikinn
sparnað varð hún að hafa, og var þó oft mjög þröngt
í búi. J>ó lét hún börn sín læra á vetrna, þá er lítið
var að gera, i hinum næsta skóla. James litli fékk
þar mikinn áhuga á lestri. Einu sinni fékk hann að
verðlaunum í skólanum Nýjatestamentið, og lærði hann
það á skömmum tíma utan að. Skömmu seinna fékk
hann söguna af Robinson Krusö, og las hann hana
aftr og aftr, svo að hann kunni úr henni heila kapí-
tula. J>annig las hann þær fáu bœkr sem móðir hans
átti, og bœkr barnakennarans. Einkum hafði hann
gaman af sögum um frelsisstríðið. Hann var góðr í
lund, enn sterkr og hneigðr fyrir að berjast, svo hann
fékk álit á sig fyrir það i skólanum. í skólalífi Gar-
fields lýsir sér hið eiginlega hlutverk barnaskólanna í
10*