Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Síða 14
152
móti frelsi endrgetinna kristinna manna að gera játn-
ingu nokkurrar mannlegrar framsetningar á guðlegum
sannleika að skilyrði fyrir inntöku í flokkinn. J>á er
Tocqueville1 ritaði um Vestrheim, gat hann þess, að
trúin væri hin örugga undirstaða undir lýðveldinu í
Bandarfkjunum, og leiddi hann af því þá ályktun, að
trúin sé skilyrði fyrir frelsinu. Hann segir,- „Hver
þjóð verðr annaðhvort að trúa eða þræla“. Síðan hefir
nú „vantrúin“ farið í vöxt f Bandaríkjunum. f>ó skín
það út úr hverju orði Garfields forseta, að hann sjálff
hefir ávalt trúaðr verið. „Lærisveinar Krists“ höfðu
stofnað háskóla í Hiram, nálægt Cleveland, til að
kenna þar prestum sínum, og hafði skóli þessi fengið
mikið orð á sig á stuttum tíma. J>á er Garfield hafði
lokið öllum prófum, var hann gerðr að kennara við
háskóla þenna í fornum málum og enskri bókvísi. J>á
er hann hafði kennari verið eitt ár, var hann gerðr að
forseta kenslustólsins. þannig hafði Garfield komizt
áfram á stuttum tfma, þó byrjunin væri lítilfjörleg.
Dropinn var farinn að lyftast upp. Kensluaðferð hans
vakti mikla eftirtekt. Hann lagði einkum stund á að
gera lærisveina sína að kjarkmiklum og dugandi mönn-
um. Líkamaœfingar taldi hann og mjög áríðandi;
gerði hann ýmist, að hann tók sjálfr þátt í leikum
lærisveina sinna og stýrði þeim, eða hann lét þá semja
ritgerðir, annaðhvort um fornar bókmentir eða um
samtíða viðburði. Með því að hver fullveðja maðr f
Bandaríkjunum tekr sinn þátt f stjórn almennra mála,
bæði sveitarmála og rfkismála, þá var það skoðun
Garfields, að ungir menn væri aldrei of snemma undir
það búnir að gera skyldu sfna sem borgarar. þótt
hann væri eigi prestvígðr, sté hann samt ósjaldan f
I) Tocqueville var frakkneskr rithöfundr á fyrri hluta þessarar ald-
ar (-)• 1859); hann ritaði margt um stjórnarmál og stjórnfrœði.