Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Síða 17
»55
þeir eru sem brjóta þau, að hún eigi að vernda eign
og heiðr sambandsins, að hún eigi að refsa þeim, er
brjóta stjórnarskrána, hvort sem þeir eru einir io eða
ioþúsundir, þá er ég „kúgunarmaðr“, þá erlangmestr
hluti þessa ráðs og nlu tíundu hlutar allra Ohíómanna
„kúgunarmenn“, og ég leyfi mér að segja: allir íbúar
Bandarikjanna eru „kúgunarmenn", eða að öðrum kosti
landráðamenn og drottinsvikar11.
J>að mun eindœmi, að menn hafi nokkru sinni
verið svo fúsir til hernaðar eins og alþýða var í Norðr-
ríkjunum, því að þá er Norðanmenn höfðu beðið ósigr-
inn við Bull-Run í júlimán. 1861, komu saman smátt
og smátt yfir 2 millíónir manna af sjálfsdáðum og gengu
í herþjónustu, enn merkilegast er þó það, að af nem-
enda flokki og kennara komu að tiltölu tifa.lt fleiri enn
af mönnum í nokkurri annari stöðu. í skólanum i
Hiram vóru um 300 nemendr og af þeim buðu yfir hundr-
að sig fram, og með þeim sem foringi uppáhaldskenn-
arinn þeirra, Garfield. Hann tók nú þegar að verja allri
sinni óþreytandi atorku og mikla skarpleik til þess,
að afla sér þekkingar á öllu þvi er að hernaði lýtr,
smáu og stóru. Stórar herœfingabúðir höfðu verið
búnar til í Camp-Chase, nálægt Columbus, höfuðborg-
inni i Ohíó. Garfield var með almennu samþykki
gerðr að ofursta i 42. herdeild, og leið eigi á löngu
áðr hann gerði alla sína menn eins framgjarna og á-
kafa og hann var sjálfr. þ>að vildi honum til, að hann
var heilsugóðr og hraustr, því að annars hefði hann
veikzt af þreytu, þar sem hann varð að vinna allan
daginn og nokkuð af nóttinni með. J>að varð að kenna
þessum sjálfviljugu mönnum alt, því að þótt þeir væri
framgjarnir, þá vóru þeir þó engan veginn búnir undir
þessa miklu styrjöld, er nú hófst, og náði yfir afar-
mikið svæði. Garfield sá um að œfa þá, eigi að eins
við hergöngu og skot, heldr kendi hann þeim og að