Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Qupperneq 18
leggja brýr, gera við járnbrautir, nota málþráðinn,
byggja virki og skyndiskýli.
jþess var nú eigi langt að biða að Garfield byð-
ist tœkifœri til að sýna, að honum var eigi síðr sýnt
um hernaðar framkvæmdir enn um hernaðar reglur.
Buell yfirforingja, sem Garfield var i liði með, var fal-
ið það erindi, að reka uppreistarmennina burt úr Ken-
tucky, enn þar réð fyrir Marshall yfirforingi. Garfield
lagði á ráðin um herferð þessa; var fallizt á tillögur
hans og nokkuð af framkvæmdunum honum falið.
Vann hann sér mjög til frægðar í orustunni við Middle-
Creek. Sunnanmenn höfðu viggirt sig á hæð einni,
og var þar að auki á ein þeim til varnar. Garfield
fór yfir ána og upp á hæðina þrátt fyrir skot óvin-
anna. Menn hans vóru vel agaðir, skutu ágætlega og
höfðu lært að haga sér eftir landslaginu. Var þar
hörð orusta, er stóð fimm stundir, enn lokst tókst Gar-
field að reka Sunnanmenn burt, og hrukku þeirundan
til Virginíu. J>etta var hinn fyrsti sigr, er Norðan-
menn unnu; þótti því mikið til hans koma og urðu
menn nú öruggari enn áðr. Garfield varð nú yfir-
foringi (general).
í hinni miklu orustu við Pittsburg-Landing var
það koma Buells og flokks hans, sem gerði bagga-
muninn Sunnanmönnum til ósigrs; þar vann Garfield
sér enn til frægðar með hugrekki sínu og hyggindum.
Leið nú eigi á löngu áðr hann fekk hátt embætti í
hernum, og 20. febrúar 1863 var hann gerðr að her-
ráðsforingja i liði Cumberlands. Fyrir því liði var sá
maðr, er Rosecrans hét, og var hann þá i Tennessee
að eiga við lið Braggs; hafði Rosecrans varið mörg-
um mánuðum til að koma skipulagi á lið sitt, sem var
mjög misjafnt, og hikaði hann við að halda lengra.
Garfield fékk þó talið hann á það með skýrslu, sem
kvað vera meistaraverk, að sögn þeirra, sem vit hafa