Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Qupperneq 26
slíkum mælskumanni, sem hafði svo gott vit á, öllum
málum. Svo virðist sem hann hafi eigi átt annað enn
tvö hús, annað í Washington, enn hjtt í sveit uppi,
nálægt Cleveland, þar sem hann var fœddr; þar var
hann oft á sumrin, og leit eftir notkun bújarðar sinn-
ar. Honum var eins farjð og flestum ágætismönnum
í Bandaríkjunum, að hann hafði yndi af sveitavinnu, og
mintist þess, er þjóðveldismennirnir í Róm sögðu forð-
um: „Ekkert er betra, gagnlegra né þægilegra eða
samboðnara fijálsum manni enn akryrkjan11. Lifnaðar-
háttr hans var fagr, enn látlaus og „samboðino rétttrú-
uðum manni“.
Hjónaband Garfields var eitthvert hið fegrsta og
ástúðlegasta. TJndir eins og hann var búinn að taka
próf sín i Wiliiamsskólanum, kvæntist hann ungri stúlku,
iðjusamri, skynsamri og blíðri i lund, er hét Lucréce
Rudolph, og bar aldrei skugga á ást þeirra, f>á þijá
mánuði, sem; Garfield lá i sárum, leituðust þau við af
fremsta megni að létta hvort annars böl; hann leitað-
ist við að dylja þjáningar sínar og hún kvíða sinn,
enn bæði vóru þau frá upphafi fús til að beygja sig
undir guðs hönd. Fyrsta daginn sem Garfield lá, sagði
hann við læknana: „Leynið mig engu; ég er eigi
hræddr við dauðann; ég er við honum búinn“, Einn
af læknum þeim, er stunduðu hann, fór eitt sinn að
tala við hann, um hinn fyrirhugaða flutning á honum
til Longbranch, og sagði hann væri þá svo hress, að
hann mundi vel þola þá ferð. Garfield svaraði: „í>að
er víst um það, og þessi ferð getr þó ef til vill orðið
svo löng, að hún endi eigi fyrr enn í hinu eilifa föður-
landi“. Seinasta daginn sem hann lifði, fékk hann
mikið kast, og er kona hans spurði, hvort honum
væri mikið ilt, svaraði hann: „Veslings vina mín,
það sem mest þjáir mig, það er að ég lifi enn“. Um
miðjan daginn sagði hann, að sér væri fullljóst, hvar