Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Page 28
Um fiskiveiðar íslendinga og útlend-
inga við ísland að fornu og nýju.
Eftir
Þorkel prest Bjarnason.
Fiskiafli við ísland er jafngamall landnámi. í
Landnámu er á nokkrum stöðum getið um fiskiveiðar
á þann hátt, að það sýnir, að landnámsmenn hafa þeg-
ar frá byrjun haft þær sér að atvinnu. Hrafna-Flóki
var hérlendr 2 vetr, áðr en þeir Ingólfr námu land.
Hinn fyrri vetr var hann með skipverjum sínum í
Vatnsfirði á Barðaströnd. „þ>á var fjörðrinn fullr af
veiðiskap ok gáðu þeir eigi fyrir veiðum at fá heyj-
anna, ok dó aflt kvikfé þeirra um vetrinn11, og hefir
það einatt orðið síðan, að fiskiaflj hefir um of hnekt
atburðum manna við landbúnaðinn. Um Skallagrím
er þess getið, að hann lét gera bœ á Álftanesi á
Mýrum, hafði þar bú, og lét þaðan „sœkja útróðra“,
enda var þar þá „fiskifang mikið“. Grímr faðir Sel-
þóris, þess er seinna nam bygð fyrir sunnan Jökul,
kom við land í Grímsey á Steingrímsfirði. Hann reri
þar til fiskjar með húskörlum sínum. Segir sagan, að
einhverju sinni, þá er hann reri, hafi hann haft son sinn
]?óri með sér. Var hann sökum œsku látinn í sel-