Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Page 30
uðust — og heyrði að honum var þar vel fagnað og
tekið til drykkju. f>orgeir sonr Onundar tréfóts, sem
bjó í Reykjarfirði, á Ströndum, „reri jafnan til fiska,
því at þá voru firðirnir fullir af fiskum“; og þá er
J>orfinnr, sem Flosi í Árnesi sendi til höfuðs honum,
réð á hann, gekk hann fyrir dag til skips. Ingjaldr 1
Hergilsey, sem um nokkurn tima veitti hinum ágæta,
enn óhamingjusama skógarmanni, Gísla Súrssyni, bjarg-
ir, var sjósóknari mikill, og „reri á sjó hvern dag, er
sjófœrt var“, og á sjó vóru þeir Gísli og hann, er
Börkr digri kom að leita að Gísla. Svanr á Svanshóli
í Bjarnarfirði á Ströndum, móðurbróðir Hallgerðar
langbrókar, druknaði og í fiskiróðri1.
Snemma fóru menn að fara í ver eins og enn
er títt. í Bjarneyjum á Breiðafirði var veiðistöð mik-
il til forna. Segir Laxdœla að þangað hafi menn
mjög sótt til veiðifangs, og þar hafi verið fjölmenni
„öllum missirum“. f>ar drap pórólfr, frændi Vigdísar
á Goddastöðum, Hall, bróður Ingjalds Sauðeyjargoða,
er þeim bar til út af skiftum á fiski. Eyjar þessar átti
forvaldr Osvífsson, fyrsti maðr Hallgerðar langbrók-
ar ; þaðan hafði hann skreið, og þangað fór hann til að
sœkja skreið, þegar illmennið fjóstólfr drap hann, og
vóru þá allir sjómenn rónir. Um Vestmannaeyjar er
þess getið, að þar hafi verið veiði áðr enn Ormr á-
nauðgi bygði eyjarnar. Undir Jökli hefir og snemma
verið fiskiver og afli mikill, og fóru menn þangað tíð-
um til fiskikaupa. f>á vóru og fiskver fyrir norðan,
svo sem á Ströndum og á Vatnsnesi í Húnaþingi.
|>angað fór Oddr Ófeigsson frá Reykjum 1 Mið-
firði og réðist þar í sveit með vermönnum. Var hann
þar 3 vetr og 3 sumur og grœddist honum allmikið fé.
1) Laxd., Akreyri 1867, bls. 2. Sagan af Gretti Ásmundssyni
bls. 16. Sagan af Gísla Súrssyni Kbn. 1849, bls. 47. Njála, Kbn.
1772, kap. 14.