Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Síða 35
getið í sögum vorum; skipin vóru eins og nú bæði
smáir bátar og stcerri skip. Sjómenn og siglingamenn
höfðu íslendingar verið hinir beztu, og vóru það enn,
eins og vænta mátti af þeim mönnum, er bæði fóru
sjálfir milli landa, og það oft á eigin skipum, og vóru
afkomendr þeirra manna, er löngum höfðu legið úti í
víkingu, og hætt sér yfir mikið og torsótt haf, til að
nema bygð í ókunnu landi, án þess að hafa annað
sér til leiðarvísis enn himintunglin. Ekki var for-
björn öngull né félagar hans hræddir, er þeir sigldu
frá Haganesi í Fljótum til Drangeyjar til að vinna á
Gretti sjúkum og sárum, í því norðanveðri, er öllum
þeim er á landi vóru þótti ófœrt, og eigi létu menn
Guðmundar biskups Arasonar það letja sig, að reka
harma sinna á Tuma Sighvatssyni, þó þeir yrðu að
sigla úr Málmey í svo miklum stormi, að ófœrt var á
annan veg enn að ferma skipin af grjóti.
3-
Á 14. öldinni, þegar farið var að flytja harðfisk
af landi brott, og kaupmenn að sœkjast eftir honum,
sem hinum bezta varningi, hafa menn án efa farið að
stunda fiskiveiðar betr en áðr. Á þessari öld munu
og andlegrar stéttar menn hafa byrjað á þvi, að koma
á sjómenn tollum til kirkna og klaustra, enda var
mönnum þá oft ljúft að ganga undir það; þá þótti
öllu því bezt varið, er kallað var að lagt væri til
guðsþakka. Mun þetta hafa byrjað einna fyrst í Snæ-
fellsnessýslu, eins og sjá má af máldaga Ingjaldshóls-
kirkju, er Árni biskup Helgason setti, enn hann var
biskup i Skálholti rétt eftir 1300. Girðir biskup setti mál-
daga Selárdalskirkju um 1354, og skyldi þá kirkjan
eiga 10. hvern fisk óvalinn af hverju skipi og hverj-
um manni, er stundaði sjó i lCópavík. f>á fór og skreið
að verða landskuldargjald af sjávarjörðum. þ>annig fékk