Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Qupperneq 36
«74
klaustrið á Munkaþverá í landskuld af Hrísey í Eyja-
firði 30 vættir skreiðar, og af Grimsey 40 vættir.
Klaustrið á Kirkjubœ fékk eftir Wilkins máldaga 4
hndr. skreiðar eftir Fell 1 Mýrdal, 7 hndr.. skreiðar eftir
Brekku, og auk þess áttu landsetarnir að fara með
skip sfaðarins, og er það einhver hinn fyrsti vottr til
hinna svo kölluðu skipsáróðra, enn það var sú kvöð, að
landsetarnir áttu að róa á vegum landsdrottna sinna.
Lögðu ýmsir jarðeigendr þessa kvöð á landseta sina;
biskupar og prestar á þá, sem bjuggu á jörðum skól-
anna og kirknanna, bœndr á sjávarjörðum á hjáleigu-
bœndr og tómthúsmenn, og seinna meir fengu kon-
ungs landsetar að kenna á þessu ýmsum öðrum fremr.
Varðkvöð þessi, erframliðu stundir, bæði þungbær og
skaðleg1.
f»að er kunnugra enn ffá þurfi að segja, að út-
lendingar hafa um langan aldr sótt til íslands til fiski-
veiða. Hafa það bæði verið Englendingar, þ>jóðverjar,
Hollendingar og nú á síðustu öldum Frakkar. Fiski-
veiðar þessar hafa að minsta kosti á seinni tímum
numið töluvert meiru, en það er landsmenn hafa sjálf-
ir aflað. Hinir útlendu fiskarar koma nú vanalega til
landsins í marz og apríl, fœra sig ásamt fiskigöng-
unni vestr með landinu sunnanverðu, og svo norðr
um það, og halda svo heim siðast í ágúst; er það al-
menn ætlun íslendinga, að fiskiveiðar þessar hafi spilt
og spilli mjög aflanum fyrir landsmönnum. Eigi vita
menn til þess með vissu, að þessir útlendu fiskimenn
hafi komið fyr til landsins enn öndverðlega á 15. öldinni.
Nálægt 1413 komu fyrst svo getið sé 30 enskar fiski-
duggur til íslands, og um sama leyti vóru og hér
kaupmenn enskir. J>á var Eiríkr frá Pommern konungr
yfir Norðrlöndum, og bannaði hann Englendingum harð-
1) Lærd, Lista fél„ 7., bls. 4_5. Esp. Árb. I. J>. bls. 85.