Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Qupperneq 42
fótfestu í landinu, einkum syðra, og að hafa þar sjáv-
arútveg. Enn það vóru þó einkum Hansakaupmennirn-
ir, sem náðu því; þeir fóru spaklegar að enn Englend-
ingar, og komu sér betr við landsmenn. Fengu þeir
íslendinga til að róa fyrir sig, og létu heita sem (þeir)
landsmenn ætti skipin. Gekk þetta þannig, þangað
til siðbótin kom hingað í land; þá efldist konungsvald-
ið, og hirðstjórarnir, sem þá vóru vanalega kallaðir
höfuðsmenn, tóku þá vandlega að grenslast eftir öllu
því, er mætti verða fjárhirzlu konungs eða sjálfum
þeim að fé. 1544 var Otti Stígsson höfuðsmaðr hér á
landi. Lét hann þá lögmenn báða dœma konungi til
handa öll skip hálf, enn sjálfum sér hinn helminginn,
er Hansakaupmenn áttu syðra, 45 að tölu, enn aftr skyldi
íslendingar mega halda því, er þeir ætti í skipunum.
þ>etta þótti kaupmönnum hinn mesti ójöfnuðr og kærðu
það fyrir konungi, enn hann bauð Íslendíngum að dœma
málið samkvæmt landslögum. Árið eftir (1545) kom
málið fyrir á alþingi að nýju, vóru þar þá við staddir
6 skipherrar og 5 kaupmenn þýskir, og lauk því svo,
að dómr sá, sem genginn var fyrra árið, var staðfestr,
enn skip þau, er þeir höfðu gera látið enn eigi gengið
til fiskjar, skyldi þeir mega selja áðr þeir fœri heim
um sumarið. þ>á var og ákveðið um skreið, að hún
skyldi eigi framar vegin, sökum þess að kaupmenn
hefði hvorki haldið fornan kaupskap né haft réttan
mæli. Skyldi leggja 20 fiska ofan á hvert hundrað af
meðal harðfiski, og mun það eiga svo að skilja, að í
hundraði af fiski á landsvísu skyldi vera 140 fiskar
upp og ofan. þá var og ákveðið a^höfuðsmaðr skyldi
til taka 6 menn á hverri höfn, 3 útlenda og 3 islenzka,
til að meta skreiðina og svo hinn útlenda vaming, ef
kaupanda og seljanda greindi á, og skyldi það haldast, er
þeir kvæði á. Skreið er hér hinn eini innlendi varningr
sem nefndr er. Hefir hún þá án efa á Suðrlandi verið