Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Síða 43
aðalverzlunarvara landsmanna. Með þessum úrskurði
á alþingi endar sjávarútvegr enskra og þýzkra kaup-
manna hér á landi; verzlun þeirra var og á förum, og
endaði alveg í byrjun 17. aldar, því að það er varla að
telja, þó enskir fískimenn og seinna Hollendingar ætti
nokkur viðskifti við landsmenn með leynd útá annesj-
um. Var sá tíminn, er þeir höfðu verzlað hér, landinu
miklu hagfeldari, enn einokunartíminn sem á eftir fór.
þ>eir náðu aldrei svo fótfestu í landinu, eða þeim yfir-
ráðum yfir fiskiveiðum landsmanna, að mjög tilfinnan-
legr hnekkir væri að. Enn eftirsókn þeirra eftir harð-
fiski hækkaði svo verð á honum, að það hlaut að
auka áhuga manna á fiskiveiðum.
Enn var sjósókn og sjómenska landsmanna í all-
góðu lagi; biskupastólarnir áttu skip fram um miðja
16. öld, sem fóru milli landa. Vóru bæði hásetar og
formenn á þeim að jafnaði íslenzkir menn. Ogmundr
Pálsson, er var hinn síðasti katólski biskup í Skálholti,
var á yngri árum skipherra fyrir skipi Skálholtsstað-
ar, er það fór til Noregs; og er hann var biskup
orðinn, lét hann skip iðulega ganga milli landa, og
vóru þá prestar oft formenn hans. Afli var oft mik-
ill, enda sóttu menn oft sjó alidjarflega. þ>ess er get-
ið, að Ketill nokkur, er bjó í Ketu á Skaga á önd-
verðri 16. öld, afi annálsritarans Bjarnar á Skarðsá, hafi
legið úti á vorum á opnu skipi við hákallaveiðar, enn
lét annað skip sœkja aflann til sín og fœra sér vistir.
f>að er sagt um Gizur Einarsson, er var hinn fyrsti
lúterski biskup í Skálholti, að þá er hann kom utan-
lands frá, var hann grunaðr um rétttrúnað og átti
hvergi hœli; fór hann þá til móður sinnar, og létu
þau vinnumann sinn róa í Vestmannaeyjum og fékk
hann þar lestar hlut(i400 til hlutar) um vetrinn, og
varð Gizuri það góð stoð til að geta borgað skuldir