Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Síða 46
í skuldir til konungs, en þetta höfðu kaupmenn bann-
að þeim. Kaupmenn kærðu og jafnaðarlega fyrir
konungi ílla verkun á fiskinum, að hann hefði t. d.
frosið o. s. frv., og engu síðr hitt, að landsmenn verzl-
uðu oft við aðra enn þá, er verzlunina hefði að leigu.
Af þessu leiddi, að konungr sagði idulega fyrir, ekki
einungis hvernig fletja skyldi fiskinn, heldr einnig
hvernig hann skyldi herða, enn bannaði harðlega að
selja öðrum en kaupmönnum ekki að eins verkaðan
fisk, heldr og allan blautan fisk, og svo hart var að
þessu gengið, að 1684 var lagt við búslóðarmissir og
Brimarhólms þrælkun í járnum, þó menn bryti eigi í
öðru, enn selja útlendum mönnum fisk, er menn væri
á sjó. Máttu engir útlendingar, er ekki höfðu sérstakt
leyfi til þess, koma nær landinu enn í 4 mílna fjarlægð.
Vóru það þá einkum Hollendingar og Englendingar,
sem sóttu hingað til fiskiveiða. Komu oft herskip frá
Danmörku, til að taka skip þau, er kæmi of nærri
landi. Vóru herskip þessi ýmist gerð út af kaup-
mönnum eða konungi. Enn þó komust Tyrkir að land-
inu (1627) til að ræna og drepa menn og flytja brott
í ánauð nokkur hundruð saklausra manna1.
^á var það eigi til að efla áhugann á fiskiveið-
unum, að nú vóru skipsáróðrar orðnir mjög almennir,
svo að margir þeirra, sem stunduðu sjó, gátu eigi átt
skip sjálfir, enn urðu að róa á annara vegum. í Vest-
mannaeyjum átti konungr 14 skip, eins og áðr hefir
verið sagt, og vóru á hverju þeirra 12—16 menn, enn
eyjabúar skyldir að róa á skipunum. Oft vóru tekj-
ur konungs af eyjunum og fiskiskipin með leigð kaup-
mönnum á 17. öldinni, og má þá geta nærri, hvernig
hagr Vestmannaeyinga hefir verið, enda vóru þeir
1691 komnir í þá eymd og í svo miklar skuldir við
I) Lovs. f. ísl. I. bls. 139, 289, 409. M. Ketilss. Forordn. II, 251.
Safn til sögu ísl. II, I, bls. 236.