Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Side 47
i85
kaupmann sinn, Hans Nansen, og konung sjálfan, að
þeir urðu að biðja um uppgjöf á landskuldum í 5 ár.
Árið 1695 seldi konungr á leigu þrem mönnum tekjur
af landinu um 10 ár, og sömuleiðis fiskiskip þau, er í
Gullbringusýslu vóru. Fengu þessir menn leyfi til að
taka hina ötulustu förumenn til útróðra, ef þeir vildi
gera út fleiri skip. þetta leyfi notuðu þeir svo, að
um 1700 vóru skip þau, er þeir gerðu út, orðin 80;
tóku þeir á skip sín flesta þá, er til sjávar sóttu í
Gullbringusýslu, enn skip margra bœnda stóðu þar
uppi og fúnuðu niðr. Um þetta leyti var það, að
Albert nokkur var húðstrýktr i viðrvist Mullers amt-
manns, af því að hann vildi ekki róa á svo kölluðu
konungsskipi, og má geta nærri, að margr hefir með
nauðung verið tekinn á skip þessi; enn þá var orðið
svo mikið vald kaupmanna og annara útlendra um-
boðsmanna konungs hér á landi, að ekki tjáði smá-
mennum að mæla gegn vilja þeirra. Var það þá orð-
tak, er einhver þótti djarft í ráðast: „heldr þú að þú
sért konungrinn eða kaupmaðrmn'.
Um þessar mundir var vakið máls á því, áð
betra mundi að stunda fiskiveiðar á íslandi á þilskip-
um, enn á opnum bátum, og að við það mundu lands-
menn venjast sjómensku. þetta gerði landfógeti
Kristopher Heiðemann. Til að byrja á þessu, fékk
hann leyfi konungs (1686) til að hafa eitt fiskiskip hér
við land í 3 ár, og að taka á það lausamenn innlenda,
enn eigi mátti skipið koma til annara landa þenna
tíma. Hver hafi orðið árangrinn af fyrirtœki þessu,
er eigi ljóst, enn án efa hefir hann lítill orðið1 2.
Á i7.öldinni hafa þeir að líkindum fjölgað nokk-
uð, sem sjó sóttu. þ>á fóru menn að leggjast i þurra-
1) Lovs. f. Isl. I, 498, 517--520, 691. M. Stephens. Eptirm. 18.
ald. , bls. 804.
2) Lovs. f. 1*1. I, bls. 463.