Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Page 49
i87
Hraunhrepping'a er þeim borin brjdlsemt, leti og sjálf-
rœffi, og hinn merkasti maðr 18. aldarinnar Olafr
Stephensen ber þeim, sem fiytja i þurrabáðir, þann
vitnisburð, að þeir „séu gjarnan peir ómennskufyllstu
dg þunglífustu“, sem „álíta iðjuleysi fyrir lukku en
erjiði fyrir straff“. Hagr þessara manna var og vissu-
lega einn hinn aumasti; þeir vóru skyldir eins og hjá-
leigumennirnir að róa á vegum bœndanna á heima-
jörðinni, eða ef hann hafði ekki skiprúm til, þá hjá
einhverjum í sveit þeirri, er þeir áttu heima í. Sjálf-
ir máttu þeir hvorki eiga skip né velja sér skiprúm,
heldr urðu að róa þar sem þeim var sagt, og ástund-
um fengu þeir ekki einu sinni að hafa reikning út af
fyrir sig hjá kaupmanninum, enn urðu að fá nauðsynj-
ar sínar gegnum hendr útvegsbóndans. f eir máttu
því með fullum sanni heita ánauðugir að atvinnunni
til; með atvinnufrelsinu mistu þeir framfara von og
framfara hug. Börn þeirra vöndust víst frá vinnu og
góðum siðum, því á vetrum vöndust þau iðjuleysi, enn
á sumrum vóru þau á vergangi. Heimkynni búðsetu-
mannsins var því einatt auðugr gróðrarreitr hins fjöl-
skipaða förumanna lýðs, sem á 17. og 18. öldinni var
sannkölluð plága fyrir þetta land. Búðsetumaðrinn
hafði oftast ekkert að vona annað en geta treint ve-
salt lif, og ekkert að missa nema lífið. Enn er harð-
indi eða fiskileysi bar að höndum, hrundi þetta fólk
niðr hundruðum saman af hungri og vesæld. f>að má
nú geta nærri, að með slíku ásigkomulagi hlaut sjó-
sókn og sjómensku að hnigna í raun og veru, þó
fleiri hafi ef til vill sótt sjó enn áðr. íslendingar áttu
nú eigi lengr haífœr skip, og vóru því hættir að fara
á milli landa. Sjóferðir þeirra vóru nú að eins um
firði og víkr inn við strendr landsins, og það á léleg-
um fleytum, enda druknaði oft hinn mesti fjöldi
manna, svo sem árið 1700, þegar á einni eykt