Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Page 53
ar kaupsveitar, sem hann var aflaðr í, og einnig var
bannað eins og áðr að selja fiskinn blautan, þá er
menn væri á sjó, og vóru þessar skipanir oft endr-
teknar á 18. öldinni, og til að reyna alt, er gert yrði,
til að stía íslendingum frá samblendni við aðrar þjóð-
ir, var þeim harðlega bannað að koma út á skip, þó
þau kœmi að landi. Varð landið þannig nokkurs kon-
ar varðhald, sem einokunarkaupmenn vóru fanga-
verðir við. Komu herskip við og við þeim til aðstoð-
ar, enn öll yfirvöld landsins skyldu af ýtrustu kröftum
komast eftir og ljósta upp óleyfilegri verzlun og fiski-
veiðum. Tóku herskipin oft fiskiskip, er þóttu koma
of nærri landi; árið 1740 náðust t. d. 6 hollenzkar
duggur, sem fluttar vóru til Danmerkr og gerðar þar
upptœkar1.
Árið 1743 fengu hörkramarar í Kaupmannahöfn
verzlunina hér á landi á leigu; vóru þeir einna lakast-
ir allra einokunarkaupmanna. Fluttu þeir mikið af
tóbaki og brennivíni til landsins, enn létu vanta korn-
mat, timbr, járn og aðra nauðsynjavöru. Kærðu þeir
íslendinga fyrir hvað eina, er þeim mislíkaði. 1749
segir rentukammerið, að kvartað hafi verið yfir því,
að í slœmum fiskiárum láti landsmenn allan þann fisk
af hendi, er þeir megi missa frá heimilum sínum, enn
selji sumt öðrum. Býðr rentukammerið sýslumönnum
að banna þetta, og segir, að þeir, sem þetta geri,
megi búast við hegningu. Er hér án efa átt við þá
innanlands verzlun, sem tíðkazt hafði frá alda öðli, að
sjávarmenn selja sveitamönnum fisk, enn fá aftr smjör,
skinn og vaðmál. Viðskifti þessi vildu nú kaupmenn
hindra að því leyti, sem þau komu í bága við eigin
hagsmuni þeirra, og var rentukammerið þeim sinnandi
í þessu. Enn er vel fiskaðist, kvað við önnur bjalla
x) Lovs. f. isl. I, 578—79, 633—37 II, 337.