Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Page 58
196
og við um langan tíma alt þangað til 1792. Jafnframt
þessu bauð konungr að fá báta í Noregi og Dan-
mörku og senda þá til íslands, til þess að smíðað
yrði eftir þeim. f>á skyldi og senda skipasmiði hing-
að til að kenna skipasmiðar, og láta á hverri fiskihöfn
—enn það vóru allar hafnir á Suðr- og Vestrlandi—
vera mann í eitt eða tvö ár, sem gæti kent saltfisks-
verkun. Allar þessar ráðstafanir sýna, að konungr
lét sér ant um, að efla atvinnuveg þenna, enda hafði
nú hag landsins um langan tíma farið jafnt og þétt
svo hnignandi, að ljóst var, að svo búið mátti eigi
standa.
Mjög var því nú haldið að landsmönnum, að þeir
stunduðu kappsamlega sjóinn. Árið 1760 kvartar
rentukammerið yfir því, að skýrslur vanti frá sýslu-
mönnum um sjósókn, og árið eftir biðr það amtmann
Magnús Gíslason að hafa góðar gætr á því, hvernig
sjór sé sóttr, og jafnframt hvetja menn til iðni og at-
orku í þessu efni. Segir það, að mjög sé kvartað
yfir tómlæti manna, einkum um vertíð. þannig hafi
það verið sagt, að mjög fáir hafi farið til sjávar í
Húnavatnssýslu árinu áðr, ogf megi slíkt eigi eiga sér
stað. Um þessar mundir var sá maðr forstjóri
fyrir konungsverzlun hér á landi, er Ryberg hét.
Hann stakk upp á því, að setja umsjónarmenn yfir
fiskiveiðarnar, og nefndi til þess Hákon kaupmann á
Búðum. Átti hann að hafa 300 rd. að launum—enn
það eru meir enn 4000 kr. eftir því er peningar gilda
nú—og ferðakostnað að auki, er hann væri á eftirlits-
ferðum sínum. Ryberg stakk enn fremr upp á því,
að sveitamönnum væri bannaff að kaupa fisk og lýsi
af sjávarmönnum, enn skipað að róa sjálfum til að
afla þessa. Að sýslumönnum og hreppstjórum væri
boðið að kynna sér á vorin í vertíðar lok, hvernig
fiskazt hefði, og fœra aflaupphæðina hjá hverjum