Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 59
197
manni og annað þar að lútandi inn í skýrsluform, er
send væri frá Kaupmannahöfn, og skyldi umsjónar-
maðrinn síðan fá skýrslur þessar í hendr. Að sýslu-
menn skyldi, undir eins og skip kæmi á vorin, kynna
sér, hvort nóg fólk væri til á útveg bœnda og á kon-
ungsskipin um vertíð næsta ár, og ef það reyndist, að
sjómenn vantaði, áttu sýslumenn að skýra amtmanni
frá þvi á alþingi. Skyldi hann þá láta sýslur þær,, er
mætti missa fólk, leggja menn til róðra, enn sýslu-
maðr segja til, í hvert ver hver skyldi fara. Sérhver
sá, er eigi vildi róa, er honum væri boðið það, eða
keypti fisk og lýsi, skyldi sekr við sýslumann 48 fisk-
um og jafnmiklu við fátœka1.
Uppástungur þessar samþykti konungri7Ó2; enn
landsmönnum þóttu þær svo íllar og skaðlegar, að þeir
þóttust eigi mega við þær una, enda mundu þær hafa
verið eitt hið vissasta meðal, til að eyða allri atorku
bæði við landbúnað og sjávarafla, ef þeim hefði verið
haldið fram. Hvernig gátu sjávarmenn fengið það, er
þeir nauðsynlega þurftu að fá úr sveit, er þeir eigi
máttu láta fyrir það þá einu vöru, er þeir höfðu til?
og hvernig máttu sveitamenn vera heima, til að stunda
búnað sinn, er þeir áttu sjálfir að fara til sjávar, til að
afla þeirra nauðsynja, er margir af þeim höfðu áðr
keypt? Amtmaðrog sýslumenn rituðu nú rentukamm-
erinu og báðu um að skipanir þessar væri teknar aftr.
Lagði stiftbefalingsmaðrinn Ranzau með beiðni þeirri,
og leyfði þá rentukammerið (1763), að sveitabœndr
mætti kaupa fisk við sjóinn til heimilis þarfa, enn þó
að eins úrkasts fi.sk, er kaupmenn vildi eigi, og lausir
mætti hreppstjórar og sýslumenn við að gefa áðrnefnd-
ar skýrslur. Af umsjónarmanninum Hákoni er það að
»3*
1) Lovs. f. Isl. III., 445—6.