Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Page 60
198
segja, að hann gaf þá skýrslu (2. apríl 1763), að á
landinu væri 48918 manns; af þeim væri 14308 karl-
menn 15—55 ára að aldri, sem gæti stundað sjó, enn
að eins 5861 maðr fáist þó við sjóróðra1.
Allar þessar ráðstafanir, sem áðr hafa verið tald-
ar, urðu að svo litlum notum, að jafnvel stjórnin sjálf
sá ekki annað fœrt enn að selja útveg þann, er kon-
ungr átti í Gullbringusýslu (1769), og hafði þá um nokkur
undanfarin ár orðið svo mikill skaði á honum, að meiru
nam enn því, er skip, sjóbúðir og veiðarfœri seldust.
Vóru þá mannslán í Gullbringusýslu og Mosfellssveit
107 að tölu, og fengu landsetarnir eftir það að borga
þau með ákveðnu verði. þ*ess var eigi að vænta, að
fiskiveiðar landsins tœki framförum meðan verzlunin
var í þvi ástandi, er hún þá var í. Bæði var það, að
alt var flutt í minsta lagi, er nauðsynjavara hét, og á
sumar hafnir komu eigi skip svo árum skifti, svo sem
i Strandasýslu 1764 og nokkur ár þar á undan; urðu
menn þá að hella niðr lýsinu, enn hafa hrosshár í fœri
og trénegla skipin, því að bæði vantaði hamp og járn,
og mun líkt hafa komið fyrir víðar, þó þess sé ekki
sérstaklega getið2.
Árið 1770 vóru þrír menn sendir hingað,
til að ransaka hag landsins og leggja ráð á,
hvernig hann yrði bœttr. Einn af mönnum
þessum var íslendingrinn porkell Fjeldsted. Eitt af
erindum þeim er stjórnin fékk þeim að framkvæma,
var að kynna sér fiskiveiffar íslendinga, og einkum
leggja ráð á, hvernig bœtt yrði úr þeirri óreglu, sem
sagt var að tíðkaðist, að fleiri menn reri á skipi hverju
enn nauðsyn bæri til; hvernig mönnum yrði komið til
að hafa jafnan nóga báta og skip um vertíð. Ilvar
1) Lovs. f. ísl. III., 462.
2) Olav. Olavius, Reise i Isl. pag. 167.