Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Síða 61
199
gerlegt væri að verka saltfisk, og ef sjómenn vantaði,
hvernig hœgast væri að fá þá úr sveitinni. Vóru þá
fyrst talin skip og bátar á landinu með vissu og vóru
þau 1771 að tölu. Nefndarmenn kváðu tilhœfulaust,
að það tíðkaðist, að íieiri væri hásetar, enn þörf gerð-
ist. þeir réðu og til að mönnum væri í sjálfsvald sett,
hvert eða hvar þeir vildu róa, enn engan skyldi til þess
neyða, aff allir skipsáróðrar væri af numdir, og að
hver mætti eiga skip, sem vildi og gæti, enn þó eigi
minna enn fjögra manna far; að allr fiskr væri saltaðr
enn eigi hertr, og skyldi því verzlunarfélagið láta kenna
saltfisksverkun á hinum helztu fiskihöfnum. þ>eir kváðu
og nauðsynlegt, að 2 til 4 efnilegir drengir væri látn-
ir sigla til Noregs úr hverri sýslu, til að lœra á Sunn-
mæri sjómensku og netabrúkun. Töldu þeir þorskanet-
in góð og nauðsynleg veiðarfœri, sem óskandi væri
að yrði almenn. Tillögur þessar vóru margar hyggi-
legar og landsmönnum að flestu hagfeldar, enda tók
stjórnin sumar af þeim til greina1
Sama ár og nefndarmenn þessir fóru til íslands,
bauð konungr hinu almenna verzlunarfélagi, er hafði
verzlun hér á landi (1764—74), að senda til íslands 20
menn frá Sunnmæri í Noregi, til að kenna mönnum
sjómensku, porskanetabrúkun, seglbúnað og skipasmíðar,
eins og tíðkaðist á Sunnmæri. Skyldi menn þessir
setjast að á 4 höfnum, nefl. í Hólmi (Reykjavík), á
Grundarfirði, Patreksfirði og við Skutilsfjörð. Áttu
þeir að taka efnilega íslendinga til kenslu. Jafnframt
skyldi og félagið senda til landsins nœgilegt efni í
skip og veiðarfœri, og selja það með vægasta
verði. Fyrir kostnað þann, er félagið hefði við
þetta, átti það að fá af konungssjóði 5000 rd. Árið
eftir sendi félagið hingað ig menn frá Molde í Noregi,
I) Lovs. f ísl. IV., 34—50.