Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Síða 62
200
sjómann einn frá Kaupmannahöfn, og svo einn umsjón-
armann. Menn þessir höfðu hin beztu kjör og áttuað
vera hér í 3 ár. Enn hverjum þeim, sem að þeim tíma
liðnum vildi setjast hér að, var heitið efnivið í eitt skip,
köðlum í reiða og dúk til segla, hamp í 24 þorska-
net og auk þess 30 rd., enn hann átti þá jafnframt, er
skipið væri til búið, að láta að eins íslendinga róa á
því og kenna þeim jafnframt sjómensku og þorskaneta-
útgerð og annað það, er heyrði til góðra aflabragða.
Lét félagið flytja efnivið i 80 skip, og mikið annað,
er heyrði til sjávarútvegi, og kostaði hálfu meira til
enn tillagið var úr konungssjóði. Enn brátt fengu ís-
lendingar þó ýmugust á þessum nýju skipum og vildu
eigi róa á þeim. Ritaði þá hið norska kammer stift-
amtmanni (1772), og bauð honum að hvetja almúgann
einkum kringum hafnir þær, er Sunnmæraskipasmið-
irnir vóru á, að láta efnilega menn læra af þeim og
hjálpa þeim, og sömuleiðis ritaði það Finni biskupi,
og bað hann að láta prestana á Suðr- og Vestrlandi
telja sóknarbörn sín til hlýðni við konung íþessuefni;
enn þetta kom fyrir ekki, enda var þess naumast að vænta.
Skip íslendinga vóru þá, einkum syðra, fremr völt.
í sexæringum var t. d. kjölrinn g álnir og 6 þumlung-
ar á lengd. Stefna á milli vóru þeir 121/, álna langir,
enn þar sem breiddin var mest, var hún 3x/2 al. Undir
þóftu var dýptin 1 alin, enn einir 6V2 þumlungr fyrir
ofan þóftu. Skip þessi vóru því löguð til gangs, létt
undir árum og hœgt að setja þau á landi, enn þoldu
ílía sjó; þeim varð allvel siglt í undanhaldi, enn lítið í
flatskellu og beitivindi. Vóru seglin að minsta kosti
nyrðra venjulega á 4 manna förum skautasegl 4 3/t áln-
ar á hæð, i8/4 álnar að breidd að ofan, en 7% álnar
að neðan. Sunnmæraskipin vóru aftr miklu breiðari
enn hin íslenzku, einkum í botninn, þung undir árum
og þurfti mannsöfnuð til að setja þau á landi. þau