Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Page 64
202
venja þá á sjómensku, og fyrir þvi var stiftamtmanni
falið á hendr (1775) að hvetja landsmenn til að nota
sér þetta tœkifœri, að taka framförum í sjómensku.
Vóru fiskiveiðar þessar fyrst stundaðar 1776, og svo
ávalt meðan konungr hafði verzlunina. Taldist svo til,
að á ioárum (1776—1786) hafi komið hingað frá Dan-
mörku 266 skip eða árlega 26 til 27 skip, sem stund-
uðu fiskiveiðar. Fæst vóru þau fyrsta árið 10 aðtölu,
enn flest árið 1780, nefnil. 42. Fiskuðu þau fyrst i
Faxaflóa, siðan fyrir vestan og að lokum fóru þau
norðr og austr fyrir land, enn aðalstöðvar þeirra vóru
í Hafnarfirði; þar var fiskrinn verkaðr, og þar vóru
hús fyrir sjófólkið, og til að geyma í áhöld og veiðar-
fœri. Eigi munu íslendingar allmikið hafa verið á
skipum þessum, og enginn íslendingr varð til þess, að
kaupa neitt af þeim til fiskiveiða, þá er konungr hætti
verzlun hér, enda þó menn ætti kost á því, og verð-
launum væri heitið framvegis, eins og áðr hafði verið,
ef þau gengi til fiskiveiða, 10 rd. fyrir hverja lest í
skipinu, sem á þeim tíma var mikið fé. Enn það var
eðlilegt, að þá væri framkvæmdir manna hér mjög
litlar, því að þá vóru Móðuharðindin nýlega afstaðin,
ein hin mestu og skaðlegustu harðindi, sem gengið
hafa yfir landið. Um þessar mundir lét og konungr
reyna til að koma á saltfisksverkun, eigi að eins fyrir
sunnan og vestan land, heldr og fyrir norðan. f>óttu
þá þessir staðir nyrðra og eystra bezt fallnir til að
stofna saltfisksverkun á: Bálkanes og Vatnsnes i Húna-
vatnssýslu; Skaginn að austan og vestan og Fljótin í
Skagafjarðarsýslu; Siglunes og Ólafsfjörðr i Eyjafirði,
og Skálanes, Brimnes og Norðfjörðr í Múlasýslu. Var
á Skaga í Selnesvík títt saltfisksverkun og sömuleiðis
í Olafsfirði. þá var og kaupmönnum bæði nyrðra og
eystra boðið að hafa bæði skip og veiðarfœri með út-
lendri gerð til sýnis, svo að íslendingar gæti, ef þeir