Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Side 66
204
Enn sá skyldi sektum sæta, er eigi hlýddi skipun þeirra
í þessu efni. Konungr bauð enn fremr stiftamtmanni,
amtmönnum og sýslumönnum að skýra rentukammerinu
frá öllu pví, er þeir ætluðu, að mœtti efla fiskiveiSarn-
ar alment, og einkum hvernig skipsáróðrarnir yrði af
numdir, sem konungr segist vilja létta af á sinum
jörðum. þ*eir menn innlendir eða útlendir, sem stund-
uðu fiskiveiðar hér á landi í stórum stíl, kæmi fiski-
veiðunum í betra horf, eða stofnuðu saltfisksverkun,
einkum nyrðra á þeim stöðum, þar sem verzlun væri
langt frá, mætti vænta að fá sérstakan styrk, svo sem
jarðir eða hús. Næsta ár hét konungr þeim þegnum
sínum, sem hefði þilskip á þorskveiðum við ísland um
2 mánuði á ári, iord. fyrir hvert lestarrúm í skipinu,
og skyldi verðlaun þessi veitt um io ár. Áttu fiski-
skipin að vera 15—30 lestir að stœrð, enn eigi gátu ís-
lendingar notið þessa fyr enn eftir 18001.
Um þessar mundir vóru og þeim mönnum hér á
landi, sem á einhvern hátt sýndu fyrirtaks dugnað
við fiskiveiðar, veitt verðlaun bæði af konungi og hinu
danska búnaðarfélagi, og verðr eigi annað sagt, enn
að stjórnin sýndi á síðasta hluta 18. aldarinnar tals-
verðan áhuga á að efla fiskiveiðar landsmanna. Enn
því miðr varð árangrinn lftill, að minsta kosti fyrst í
stað. Landið hafði um langan aldr verið þjáð af íllri
verzlun, óhagfeldri stjórn og harðindum. Við það
doðnaði smámsaman dáð og dugr, og fyrir þvl var
öll von, að langir tímar liði, áðr en verulegr fram-
farahugr vaknaði; eins og þjóðunum hnignar eigi á
svipstundu, eins verða og eigi framfarir þeirra alt í
einu. Enn við það, að verzlunaránauðinni var létt af,
og fiskiveiðarnar losaðar frá þeim böndum, sem um lang-
an aldr höfðu fjötrað þær, var hið fyrsta verulega spor
stigið til þess, að þær gæti tekið framförum.
1) Lovs. t. Isl. V., 406—408, 417—451.