Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Qupperneq 69
207
af hungri eða fóru um landið á vergangi, er í ári
harðnaði. Einn hinn nýtasti maðr landsins, Magnús
Stephensen, harmar mjög þá óhamingju, sem landinu
standi af þurrabúðafólki. Segir hann í eftirmælum 18.
aldar, að þurrabúðafólk sé önnur aðalorsök til fátœkt-
ar og báginda i mörgum sveitum sunnanlands og vest-
an. Fer hann í einum stað um þurrabúðalífið
svo feldum orðum, að það sé: „sú sanna uppspretta til
iðjuleysis og óráðvendni hjá mörgum, til lausamensku,
ómensku, vinnuhjúaskorts, kostavendni og þvermóðsku,
sem víða bjóða byrginn og keppast að flykkjast pör-
um saman í þurrabúðanna hœgð, til að geta þar börn
á annara skaut, enn undir eins geta eyðileggjandi
stofn til afkomenda, er aldrei læra að vinna sér ær-
legt brauð og fæstir annað enn ílt eitt“. þ>ó þessi
orð kunni að þykja hörð, höfðu þau þó því miðr við
ofmikil rök að styðjast. það var vissulega óbjargvæn-
legt ástand, að árið 1770, þegar 200 jarðir lágu í eyði
í Gullbringusýslu, vóru 80 menn með hyski sinu í
þurrabúðum að eins í Álftaness og Seltjarnarness
hreppum1.
í>ó þeir yrði fleiri að tölunni, að minsta kosti við
Faxaflóa, sem sjóinn sóttu á 18. öldinni, enn áðr hafði
verið, þá hnignaði þó fremr mörgum dugnaðaratburð-
um í sjómensku. Skip vóru áðr stœrst undir Jökli og
á Suðrnesjum, og fækkuðu stóru skipin að mun á
báðum þeim stöðum á seinni hluta 18. aldar, einkum
eftir að net tóku að tíðkast við Faxaflóa; þyrptust þá
sjómenn þangað úr öðrum veiðstöðum, því að það
þótti hœgast og jafnvel uppgripa mest, að stunda net-
in. J>á fækkaði það og hinum stœrri skipunum, að á
harðinda árunum, sem vóru svo tíð á 18. öldinni, dó
1) Lærd. list. félagsr. 4., 163—4. 7- I29- I4*> ”7 neðanmáls.
Lovs. f. Isl. V, 303. Jón Sigurðsson: Lítil Varningsbók, Kbn. 1861,
bli. 109. Eftirmæli 18. ald. 522—25. 825—26.