Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Page 70
208
sjávarfólk einatt unnvörpum, svo að örðugt var fyrir
margan að manna annað enn báta. Árið 1785 fœddust
t.d. í Kjalarnesþingi 79 börn, enn sama ár dóu þar 911
manns, mest af hallæri. þetta ár dóu og í Ingaldshóls-
og Fróðársóknum vestra 183 menn af 400, og mágeta
nærri, hvílíkr hnekkir slikt hefir verið. þingsvitni,
sem tekið var við Búðir (1. des. 1787), vottar það: „að
yfir alt væri þá helmingi færri skip í veiðistöðum enn
að fornu, t. d. við Hellna nú um 20, fyrrum 80 til 90;
við Búðir í ár 7 bátar smáir og stórir, fyrrum um 30
til 40; á Stapa eru 5, fyrrum 20; í Dritvík í ár 13
bátar, til forna um og yfir 60“. Auðvitað er, að
sjávarútvegr jókst fljótt, er í ári lét, enn alt bendir á,
að undir lok 18. aldarinnat var sjávarútvegrinn eins og
aðrir atvinnuvegir landsins í hinni mestu niðrníðslu.
f>á fækkuðu og einatt mannskaðaveðr sjómönnum til-
finnanlega á þessari öld. Árið 1752 urðu 15 skiptap-
ar; 1757, 11 ; næsta ár fórust 12 skip og 9 af þeim á
Suðrnesjum með 44 mönnum; 1767 fórust i sjó 80
manns á tveim dögum um vetrarvertíð; 1795 urðu 13
skipskaðar, og hið síðasta ár aldarinnar druknuðu yfir
60 manns í sjó, og vil ég nú með fám orðum skýra
lítið eitt frá því, hvernig aflazt hafi á öldinni1..
Frá 1700 til 1705 var fiskilítið; kvað mest að því
hin fyrstu 2 árin. Hið fyrra árið er þess getið, að þá
hafi hallæri mikið verið um land alt, enn mest dáið af
búðafólki; „átu þá margir margskonar óæti“. 1701 var
svo mikið fiskileysi um land alt, að menn mundu eigi
slikt. Bóndinn í Njarðvík átti þá 30 hluti, enn fékk í
þá alla 306 fiska. Frá 1706—1713 vóru góðir hlutir,
einkum 1706; var þá meira enn lestarhlutr hjá sumum
syðra og vestra, og aflinn svo mikill á sumum stöðum,
að bœndr höfðu ekki hús til að láta fiskinn inn i.
I) Lærd.list.fél. 7, 150. 14, 168—169. Eftirmaeli 18. aldar, 484,
522.