Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Síða 73
211
þau, er fyrrum hefði heyrt til verzlun konungs hér á
landi, og höfð væri til fiskiveiða við Island. Skyldi
eigendr skipa þessara fá 10 rd. fyrir hverja lest í
skipinu. 2. öll þau skip, er gerð væri út til þorsk-
veiða á íslandi og væri 8 til 15 lesta að stœrð. Eig-
endr þessara skipa áttu að fá að verðlaunum 14 rd.
fyrir hverja lest skipsins. 1828 var verðlauna heityrði
þetta endrnýjað, og vóru þá eftir skýrzlu amtmanna
16 þilskip á landinu, sem stunduðu þorskveiðar og
sóttu um verðlaun. 1836 var verðlaunun heitið enn
um 3 ár, enn þá varð sú breyting á, að þau vóru fœrð
niðr i 7 rd. fyrir öll önnur skip, enn hin fornu kon-
ungsverzlunarskip, er nú vóru að eins sárfá eftir.
Verðlaunaveiting þessi hætti nálægt 1840, og hafði hún
án efa gert mikið til að hvetja menn til að koma
þilskipum á stofn, og miklu fé hafði stjórnin varið til
þessa. fúlskip vóru fyrst reglulega talin á landinu
1853, og vóru þau þá 25. 1871 eru þilskip á öllu
landinu talin 63, og höfðu þau þannig á 18 árum
fjölgað um 38, eða nálægt 8 þrettándu parta. Flest
vóru þá þilskip í Eyjafjarðarsýslu 21 að tölu, enda
hafa Eyfirðingar það orð á sér, að vera 'einhverjir
hinir ötulustu og huguðustu þilskipa sjómenn, og
vissulega er það engum vesalmennum hent, að leggja
i apríl svo langt í haf norðr, að land er horfið, enn á
þeim tfma árs er bæði að óttast ís og svo dymma
byli, að lítið sér út fyrir borðstokk. Virðist sú vera
kynfylgja Eyfirðinga frá Helga magra, að elska norðr-
ið, þótt pórr sé fyrir löngu hættr að vísa þeim
þangað1.
Á hinum fyrsta fjórðungi 19. aldarinnar virðast
fiskiveiðarnar hér á opnum skipum hafa verið í mjög
I) Lovs. f. Isl. V, 653. X, 780. Skýrsl. um Landsh. á ísl. I, bls.
67. V, 490—492.
Tímarit hins íslenzka Bókmentafélags. IV 14