Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Síða 75
213
Af þessu sést, að útfluttr fiskr hafði aukizt á 49
árum um 5 sjöttu hluta, enn fólkið í landinu hafði á
sama tíma fjölgað að eins um rúman fjórða hluta.
f»etta sýnir, að menn eigi að eins fjölguðu skipum
eftir 1823, heldr öfluðu að tiltölu miklu betr enn áðr,
sem að Hkindum hefir mest komið af þvi, að sjór hefir
verið betr sóttr. Enn þess er og að gæta, að 1840 og
1855 hefir nokkuð af hinum útflutta fiski aflazt á þil-
skipin, sem engin vóru til við byrjun aldarinnar, eins
og sýnt hefir verið1.
Á hinum þriðja fjórðung aldarinnar eða frá 1853
—1874 fjölguðu skip og bátar ekki, heldr fækkuðu lít-
ið eitt. 1874 vóru þau 3317, og er það 189 færra enn
1853. Sama ár vóru flutt út 27,955 skp. af fiski, og
mátti það nálega alt heita saltfiskr. þetta er nú raun-
ar nokkuð meira enn útflutti fiskrinn 1855, enn þegar
næsta ár á undan og eftir er tekið með, þá verðr
útflutti fiskrinn á þeim þremr árum til samans að með-
altali nokkru minni enn verið hafði 1855. Fiskiveiðun-
um virðist því fremr hafa farið aftr enn fram á þessu
25 ára tímabili, þegar dœmt er eftir skipafjölda og
aflaupphæð. Enn er betr er gáð að, hefir sjávarút-
vegr að vissu leyti tekið eigi litlum framförum síðan
•853. filskipin hafa Qölgað mikið meira enn um
helming, og skipastóll allr og veiðarfœri, einkum við
Faxaflóa, batnað stórum. Skip og bátar, sem syðra
vóru áðr völt og mjó, eru nú orðin breið og stöðug,
og löguð fremr til siglinga enn róðrs, enda þurfa menn
nú eigi lengr að eiga lff sitt undir árum einum. Allir
sigla nú beitivind, er þess þarf, og nú fara menn sjald-
an svo á sjó, að eigi sé höfð seglfesta, til þess að
menn geti, ef með þarf, bjargað sér að landi í hvössu
l) Skýrsl. um Landsh. á ísl. I. 66. Jón Sigurðsson. Lítil varn-
ingsbók, bls. iio,
14’