Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Qupperneq 82
220
fyrir þetta á að gjalda 4°/0 f landhlut af veiðinni. Lög
þessi komu út, þá er menn sáu, að Norðmenn tóku
að leggja stund á síldarveiðar í Múlasýslum; hefir
veiði sú reynzt einkar ábatasöm, enda einlægt farið í
vöxt, og eru nú íslendingar, sem betr fer, farnir að
taka þátt í veiði þessari, með því að þeir hafa stofn-
að síldarveiðafélög i samlögum við Norðmenn1.
f>að mun þykja hlýða, að minzt sé með fám
orðum á afla á þessari öld, og skal það hér gert stutt-
lega að þvi leyti kostr er á, eftir Árbókum Espólíns,
Klaustrpósti og öðrum fréttablöðum:
1801 aflaðist vel syðra; urðu þar hlutir meiri enn 9
hundruð stór; umhverfis Jökul fiskaðist og vel. í
Múlasýslum og fyrir norðan land fiskaðist og af-
bragðsvel; um sumarið tví- og þrí-hlaðið.
1802. harðinda ár; þó var fiskitekja sumstaðar, einkum
fyrir norðan, og mikil sildargengd í Eyjafirði.
1803, fiskifengr víða lítill.
1806, fiskiafli lítill í veiðistöðum, enn fyrir norðan var
hann allgóðr um sumarið.
1807, fiskilaust nyrðra.
1808, fiskilítið syðra.
1809, fiskiafli svo mikill, að gekk inn alt á grunn
sýðra, enn fiskilaust nyrðra.
1810, fiskiafli góðr fyrir Jökli, mikill syðra og i Norðr-
Múlasýslu.
1811, fiskiafli syðra, fiskilaust nyrðra.
1812, á Góu kom lognsnjór mikill syðra, þá tók þar
fyrir fiskiafla. í Önundarfirði fórust þá um vorið 8
skip og á 54 menn, og urðu eftir 16 ekkjur.
1813, fiskiafli nokkur fyrir Jökli; enginn nyrðra,
enn litill syðra; þá vóru hin mestu sveitarþyngsli,
1) Lovs. f. Isl. XIV, 162. XV. 222 Tíð. ura stjórnarm. Isl. 1. b.
278, 480, 735. 2. b. 148-49. 3. b. 259, 265.