Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Síða 83
221
svo að 300 niðrsetur vóru ráðstöfunarlausar á Inn-
nesjum.
1814, afli harðla lítill fyrir sunnan og dýrtið mikil og-
harðindi.
1815, litill afli syðra um vertíð, enn sœmilegr vestra;
nokkur afli fyrir norðan, enn góðr syðra um haustið.
1818, fiskiafli mikill við ísafjarðardjúp ; syðra var afli
snemma vetrar, enn minni ofanverðan; enginn afli
norðanlands.
1819, vertið rýr syðra og undir Jökli, enn góð í Vest-
mannaeyjum.
1820, afli um vertíð ágætr í Vestmannaeyjum og
austan fjalls, nema á Eyrarbakka, góðr afli undir
Jökli, enn rýrari nokkuð við Faxaflóa.
1821, fiskifengr mikill fyrir nýjár og svo síðan ; í Vest-
mannaeyjum alt að 8 hundraða hlutir.
1822, afli var hinn mesti syðra, eystra og vestra, og
nokkur fyrir norðan, og var það þá nýtt.
1823, afli var mjög mikill syðra og vestra, og upp í
landsteinum ; þá var einnig góðr afli fyrir norðan.
1824, fiskiafli við Faxaflóa fremr rýr, enn mjög góðr í
Vestmannaeyjum, austan fjalls og vestra.
1825, fiskr mikill undir Jökli, og var hann sóttr þang-
að úr öllum áttum ; afli góðr austan fjalls, nokkru
rýrari við Faxaflóa.
1826, fiskiafli hinn bezti, enn fiskr skemdist af rign-
ingum.
1827, gott fiskiár.
1828, afli góðr syðra ; gerði þá mikinn afla alstaðar
við land.
1829, var alstaðar hið mesta bjargræði af sjó. Var
pá enginn svo gamall, að hann myndi svo góða tið
jafnlanga ; 17 hundraða hlutir fyrir vertíð syðra.
1830—34, vóru góð fiskiár.
1835, fremr fiskitregt, tveggja hundraða hlutir syðra.