Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Page 84
222
1836, góðr afli austan fjalls, 500 hlutir, minni við Faxa-
flóa; þá gekk fiskrinn um vorið inn að f>yrilsnesi i
Hvalfirði og var róið úr Brynjudal.
1837, afli góðr í Skaptafellssýslu, og undir Eyjafjöllum
600 hlutir; afli í minna meðallagi við Faxaflóa.
1838, afli fremr lítill syðra, enn þó helzt netafiskr; 300
hæst í Keflavík.
1839—45, var oftast afli góðr.
1846, fiskiafli góðr, nema í Selvogi og Grindavik.
1847, bezta fiskiár, i Höfnum og á Akranesi 8 hundr-
aða hlutir.
1848, fiskiafli sérlega góðr syðra og vestra, 12 hundr-
aða hlutir syðra, meðalhlutir 5 og 6 hundruð.
1849—50, var aflinn allgóðr.
1851, bezta hlutaár, nema kringum Vogastapa ; þar
brást fiskr i net.
1853, fiskiafli sumstaðar mikið góðr; á páskum komnir
8 hundraða hlutir undir jökli og 6 hundruð á Inn-
nesjum. Fremr fiskitregt i Vogum, Njarðvikum og
i Keflavík. Hæstu hlutir i Húnavatnssýslu 1000.
1854, fiskilítið i Árness- og Rangárvallasýslum, 60—80
fiska hlutr; góðr afli við Faxaflóa, 9 hundruð hæst í
Höfnum og 7 hundruð á Seltjarnarnesi. Hausthlutr
við EyjaQörð 10—16 hundruð.
1855, fiskiár allgott
1856, fiskitregt austan fjalls, sömuleiðis i Garði og Leiru,
enn afli á Innnesjum og i Höfnum; hæstr hlutr í
Höfnum og á Akranesi 11 hundruð.
1857, fremr fiskilítið, afli hæstr á Akranesi 7 hundruð.
1858, afli í góðu meðallagi; ineðalhlutir um vetrarver-
tið syðra 3—400. Mestir hlutir í Garði 1000, oggoo
á Akranesi; vestra fiskitregt; vorvertið syðra mjög
fiskitreg, 4—500 af smáfiski mest. .
1859, bezti afli austan íjalls og við Faxaflóa; fiskilaust
vestra og þar hinn mesti bjargarskortr.