Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Síða 86
224
ísafjörð; rýrari austan fjalls og við Jökul ; haust-
afli góðr við Hrútafjörð, Miðfjörð og Aust-
firði.
1872, fiskaðist vel syðra fyrri part vetrarvertíðar, enn
mikið minna seinni partinn, svo vertíðin varð ekki
meira enn í meðallagi, enn þó lökust á Vestmanna-
eyjum. Vorvertíðin syðra tæplega í meðallagi, enn
á Austfjörðum góðr afli mestan part ársins.
1873, vetrarvertíð syðra rýr; frá Hafnarfirði suðr í
Grindavík qo—120 fiska hlutir, og eins á Akranesi,
200 á Álftanesi, 250 á Seltjarnarnesi, 300 á Eyrar-
bakka. Við Jökul lftill afli, enn góðr um vetrar- og
vorvertíð við ísafjarðardjúp. Á Austfjörðum ágætr
afli að sumrinu.
1874, afli um vetrarvertíð heldr í minna lagi við Faxa-
flóa, 500 hæstr hlutr. Haust- og vorvertíðir allgóð-
ar syðra. Vestra fremr aflatregt, enn góðr afli á
Austfjörðum meiri part árs.
1875, vetrarvertíð við Faxaflóa hlutahá á fœri, enn afla-
lítið í net; rýrari vertfð austan fjalls, einkum í Vest-
mannaeyjum. Vor- og haustvertíðir syðra rýrar.
Vestra afli fremr f minna lagi, enn góðr afli á Aust-
fjörðum.
1876, hið mesta fiskileysisdr d Suðrlandi, betra vestra,
enn gœðaafli nyrðra og eystra; þá var og allgóðr
afli á þilskip.
1877, fiskileysi hið mesta alt drið við Faxaflóa. þessi
tvö fiskileysisár var safnað gjöfum víða um land
handa nauðstöddum mönnum í fiskileysissveitunum.
Austan fjalls var afli sœmilegr, enn nyrðra og á Aust.
fjörðum fiskaðist oftast afbragðsvel.
1878, vetrarvertið f góðu lagi við Faxaflóa; rýrari
austan fjalls. Vetrarafli ágætr við ísafjarðardjúp.
Nyrðra og á Austfjörðum gott aflaár.
J>á er menn gæta að aflabrögðum hér á landi