Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Síða 87
225
þann tíma, sem af þessari öldinni er liðinn, þá má sjá,
að fram til 1820 var aflinn einatt rýr syðra, og oftast
mjög aflalítið fyrir norðan land. Árin 1820—1860 vóru
mörg fremr góð fiskiár, og þá fór aflinn að verða
stöðugri nyrðra og eystra enn áðr. jpessi ár var og
oftast góðæri til landsins fram að 1859, og virðist svo
sem árgœzkan til lands og sjávar fœri vanalegast sam-
an. 1860—80 hefir afli oft verið fremr stopull við
Faxaflóa, Jökul, Vestmannaeyjar og austanfjalls, enn
aftr á móti vanalega góðr nyrðra og við Austfirði,
einkum hin siðari árin, síðan hafsíld tók að tíðkast
þar til beitu; svo kann það og að hafa haft áhrif á
fiskigönguna nyrðra, að vöðuselagengd hefir mjög
minkað þar hin siðari árin. Austfirðir, Eyjafjörðr og
Húnaflói mega nú orðið að sumri og hausti til teljast
með hinum fiskisælli héruðum landsins, endaeruNorð-
lingar nálega hættir að sœkja matfisk suðr. Við fiski-
veiðarnar við Faxaflóa er það að athuga, að þegar
haft er tillit til þess dugnaðar og þeirra framfara, sem
þar er orðin á sjávarútveg og sjósókn, virðist svo, sem
afli hafi þar hin síðustu 20 ár oft verið minni enn áðr,
og fiskr hafi eigi að jafnaði gengið þar eins á grunn
og fyrrum ; enn þessi 20 ár munu einmitt vera þau,
sem netabrúkun og sjósókn hefir mjög aukizt á Suðr-
landi, og það hygg ég að víst sé, að hefði fiskr eigi
venjulega gengið nær landi á 17. og 18. öldinni í Faxa-
flóa, mundi afli hafa orðið þar næsta rýr, með þeim
sjávarútbúnaði, sem þá var.
II. 1.
Veiðarfœri þau, er nú tíðkast við fiskiveiðar á
íslandi, eru: haldfœri, lóðir og porskanet. Haldfœri
eru nú brúkuð mest um vetrarvertíð syðra og vestra.
lóðir haust og vor nálega alstaðar á landinu, enn þorska-
net um vetrarvertíð sunnan til í Faxaflóa. Elzta veið-