Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Page 88
226
arfœrið er haldfcerið, og munu þau hafa verið höfð
eingöngu nokkuð lengi fram eftir öldum. f>au eru
kostnaðarminst allra veiðarfœra, og á þau aflast mest-
megnis þorskr og vænn stútungr, og skal um þau eigi
farið flei'ri orðum.
Hvenær menn hafi fyrst haft hér lóðir, verðr eigi
sagt; enn i kaupskránni fyrstu i6ig eru lóðarásar og
lóðarönglar með öngultaumum verðlagt, og má sjá á
því, að þá hafa lóðir verið farnar að tíðkast á landinu.
Á alþingi iógg vóru lóðir bannaðar á Akranesi um
vorvertið og taldar þar skaðlegar um þann tíma árs,
og sýnir það, að langt er siðan lóðir hafa þótt
spilla veiði á vissum tímum árs. Svo virðist sem lóð-
irnar hafi eigi all-lítið farið í vöxt á 18. öldinni, og
telr Magnús Stephensen þær með nýrri og betri veið-
arfœrum i Eftirmælum 18. aldar, enn telr þó hinn sama
annmarka á þeim sem sjómenn enn, að þær spilli
fœrafiski. Á 18. öldinni vóru lóðír mest hafðar á
Vestfjörðum, við Jökul, f Eyjafjarðar- þingeyjar- og
Gullbringu-sýslum og nokkuð í Múlasýslum. Á Vest-
fjörðum og f þnngeyjarsýslu var þá önglafjöldinn á
línunni 8—12 hundruð og vóru vanalega vestra lögð
2 köst. í Gullbringusýslu var títt að hafa með 4
manna fari 2 hundruð öngla, og lögð 2—4 köst eftir
aflanum; enn í Múlasýslum var línan oftast á 4 manna
förum að eins 100 önglar, og þó ekki lagt meira enn
1 kast, enda vóru þá fiskiveiðar eystra mjög ófull-
komnar. Á þessari öld hefir lóðabrúkun aukizt all-
mikið, og er svo komið, að margir hygnir fiskimenn
vilja takmarka hana. |>annig samþyktu Álftnesing-
ar 2. febr. i85g að hætta við lóðabrúkun næsta vor,
og fundr að Innri-Njarðvík samþykti 4. jan. 1863,
að eigi væri lóðir lagðar þar syðra frá byrjun vetrar
til enda vetrarvertíðar, enn samþyktir þessar urðu að
engu, því að þær höfðu við engin lög að styðjast, og