Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Page 90
228
hinir merkustu menn þessa lands á 18. öldinni, þeir
Ólafr stiftamtmaðr og Magnús sonr hans, telja þorska-
netin mjög skaðleg, með því að netafjöldinn, sem
kemr eins og veggr í sjóinn, bæði hamli fiskinum að
ganga og fœli hann í brott. Skömmu fyrir 1780
kvartaði kaupmaðr nokkur i Hafnarfirði, Pontoppídan
að nafni, yfir því við stjórnina, að þorskanet væri lögð
þar í fjörðinn of fljótt á vetrna og of mörg, og að
þetta spilti aflanum þar. Bauð þá tollkammerið stift-
amtmanni, að láta sýslumann með skynsömum bœnd-
um gera uppástungur um netabrúkun f Hafnarfirði, og
mun kongungsbréfið 8. apríl 1782 vera bygt á uppá-
stungu þessari. í konungsbréfi þessu er bannað með
öllu, að leggja þorskanet fyrir 12. marz; einnig er
bannað að leggja þau á Hraunið í Hafnarfirði þar
sem net mætti leggja; skyldi þau lögð að kveldi dags
og tekin upp að morgni og flutt þá í land, enn á laug-
ardögum skyldi als eigi leggja þau. Með engum bát
skyldi fleiri net enn 3, hvert 30 faðmar að lengd, enn
með 4 manna fari í hæsta lagi 6 net með sömu lengd
hvert, og vóru sektir lagðar við ef brotið væri. Nú
liðu 11 ár, og kom þá annað konungsbréf um neta-
brúkun (x8. sept. 1793). Hafði verið kvartað yfir því
við stjórnina, að Suðrnesingar legði net sfn of snemma,
og spilti með þvi afla fyrir þeim, er innar byggi,
og að Álftnesingar spilti afla fyrir Strandarmönnum,
með því að þeir legði net sín fyrir Vogastapa. Téð
konungsbréf skipar svo fyrir: 1. aff eigi skyldi lögð
þorskanet í Garðs né Leiru sjó. J»ó mátti amtmaðr
leyfa, að hafa sinn netabátinn á hverjum bœjanna,
Gufuskálum, Stórahólmi og Hrúðrnesi með 3 netum
hvern, 30 faðma löngum, og leggja í Leirusjó, 2. að
fyrir framan Keflavík og Njarðvík mætti leggja net
til reynslu í nokkur ár, þó eigi fyrir 14. marz og eigi
lengra út enn á móts við Hólmsberg, né lengra inn