Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Qupperneq 92
fyrir sunnu- og helgidaga, enn upp skyldi þau taka að
morgni fyrir messu, ef unt væri. 7. að enginn viti
um net sín fyrir sólaruppkomu, svo að eigi þurfi
skemdir að verða á netum manna. Sá er út af þessu
brygði, skyldi hafa fyrirgert aflanum. 9. að sá, er
skemmi net annara, steli fiskinum eða netunum sjálfum,
sæti sektum eða annari þyngri hegningu eftir málavöxt-
um. 10. til að sjá um að boðum þessum sé hlýtt, átti
sýslumaðr að ferðast um veiðistöður þær, er hlut áttu að
máli, að minsta kosti einu sinni á vertíð ; auk þess skyldi
hann skipa umsjónarmenn þá, er fyr eru nefndir, 1 i
Leiru, 3 í Keflavík, 3 f Ytri- og Innri-Njarðvík, 2 í Vogum
og 1 á Vatnsleysuströnd. Áttu umsjónarmennirnir að
hafa daglegt eftirlit með fyrirskipunum þessum og að
aðstoða sýslumenn, er með þyrfti. Svo var hart að
gengið, að hvorki úrskurðum né dómum um mál þessi
skyldi mega skjóta til œðri réttar. Stiftamtmanns boð
þessi breyttu verulega konungsbréfunum 1782 og 1793,
bæði hvað lagnatímann og netasviðið snerti. Lagna-
tfminn var nú eigi bundinn við vissan dag, heldr
kominn undir áliti umsjónarmannanna og netasviðið
töluvert rýmkað, auk ýmsra annara nýrra ákvarðana,
er als eigi vóru nefndar í konungsbréfunum. Rentu-
kammerið leit einnig svo á, að stiftamtmaðr hefði tölu-
vert farið út fyrir verksvið sitt, enn leyfði þó að boð
þessi skyldi gilda fyrst um sinn til reynslu; þó þannig,
að netin skyldi aldrei gerð upptœk, sektir skyldi
jafnan ákveðnar með vissri fjár upphæð, og dómum í
málum þessum eins og hverjum öðrum skyldi mega
skjóta til œðri réttar1.
Boðum þessum mun hafa verið hlýtt framan af, að
minsta kosti að sumu leyti. J>eir menn er nú eru
orðnir aldrhnignir, muna til dœmis, að netin vóru á
I) O. Olav. Reise i Isl. 3. Afd. 272. Lærd. lista flr. 7., 20—21.
Lovs. f. Isl. VI, 142—43. VIII, 170—74.