Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Page 94
sem bjuggu við Faxaflóa sunnanverðan, mjög skaðlegt,
og fyrir því tóku bœndr í Rosmhvalaneshreppi, í
Njarðvíkum og á Vatnsleysuströnd sig til, og báðu
landshöfðingja þess (1874), að hann bannaði þorska-
netalagnir fram undan Gullbringusýslu fyrir 14. marz,
og gerði hann það í auglýsingu 2. febr. 1874. Enn
bann þetta náði eigi yfir fiskileitir Seltérninga og
Reykvíkinga, enda skeyttu þeir því engu. Skarst þá
alþingi í málið, og komu þá út lög (12. nóv. 1875), sem
alstaðar í Faxaflóa banna að leggja þorskanet fyrir 14.
marz, og eru það, þrátt fyrir konungsbréfið 18. sept.
1793, hinar einu ákvarðir, sem nú eru álitnar gildar
um þorskanetabrúkun1.
Annan annmarka á þorskanetunum hafa menn
talið þann, að þau væri svo kostnaðarsöm, að í fiski-
tregum árum mundu þau naumast gera meira enn
borga kostnaðinn. Eitt af blöðum vorum taldi fyrir
eigi mörgum árum síðan, að net með meðal skipi
mundi árlega kosta 300 kr., og stundum mundi kostn-
aðrinn geta orðið tvöfalt og jafnvel þrefalt meiri. Ef
menn nú gera ráð fyrir, að netaskip við Faxaflóa
sé 300, og 300 króna kostnaðr við net á hverju, þá
yrði hinn árlegi netakostnaðr 90 þúsund krónur. Enn
þetta hygg ég sé um of f lagt. Árið 1869 vóru i
Reykjavík, Gullbringu- og Kjósarsýslu, að Höfnum
og Grindavík frátöldum, 344 skip stœrri enn bátar, og
ef gert er ráð fyrir, að 300 af skipum þessum hafi
verið netaskip og 8 net fj'lgt hverju, þá eru það 2400.
Við þessa tölu má án efa bœta 600 netum, með því
að bæði kunna net að vera höfð á bátum, og á
helmingaskipum eru net miklu fleiri enn 8. Eftír
þessu verða það þá 3 þúsundir þorskaneta, sem árlega
eru lögð í sjó við Faxaflóa. Nú geri ég ráð fyrir,
I) Lovs. f. Isl. X, 479 1—80. pjóðólfr 26. ár, bls. 62—68.