Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Page 99
237
vandlega upp úr hreinum sjó og láta hann svo ligfgja
einn eða tvo 2 tíma áðr enn hann er saltaðr; 5. aff
salta fiskinn á þeim stað, sem hvorki moldryk, sandr,
óhreinindi eða bleyta geta komizt að honum. Fiskr-
inn skal lagðr slétt niðr og saltaðr jafnt og vel; 6. að
þvo fiskinn vandlega úr hreinum sjó eða vatni, þá er
hann er tekinn til verkunar úr saltinu; 7. að geyma
fiskinn, þá er hann er fullverkaðr, á þurrum og súg-
lausum stað ; 8. aff kaupmenn geri mun á fiskinum
eftir gœðum, og að vörumatsmenn sé settir til að meta
gœði fisksins. I fyrsta flokki skal telja allan þann
fisk, er svo er verkaðr, að hann sé gjaldgeng vara á
Spáni, og skal hver fiskr vera að minsta kosti 18
þumlunga langr, að sporði meðtöldum. Allan annan
fisk skal telja í öðrum flokki, og borga hann einum
fimta hlut minna enn fisk i 1. flokki; 9. aff kaupmenn
forðist að flytja fiskinn út í skip i vætu, og hafi vönd-
uð hús til að geyma hann i; 10. aff hver sá kaup-
maðr, sem vísvítandi tekr þann fisk í 1. flokk, er
matsmenn hafa tekið til annars flokks, gjaldi 5 kr. í
sekt fyrir skippund hvert, er hann tekrþannig; 11. aff
kaupmenn stingi upp á matsmönnum, enn hlutaðeig-
andi sýslumaðr eða bœjarfógeti skipi þá, gefi þeim
erindisbréf og eiðfesti þá. Borga skulu kaupmenn
matsmönnum starfa sinn eftir samkomulagi; 12. að
jafnan skuli matsmenn, er yfirvaldið hefir þannig skip-
að, vera viðstaddir, ef það er unt, þá er fiskr er
fluttr í skip, er senda á til annara landa.
þ>að er óskandi og vonandi, að samtök þessi milli
bœnda og kaupmanna miði til varanlegra bóta á salt-
fisksverkun landsmanna, enda er þess öll þörf, þvi að
þjóðir þær, er selja fisk á Spáni, vanda verkun á fiski
sinum, og má svo fara, ef vér fylgjum eigi tímanum í
þessu efni, að fiskr vor falli í verði, og hætti, ef til
vill, að seljast nema með hinum mestu afföllum, enn