Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Síða 103
2+1
Kaupið sjálft ætti að vera lágt, enn aukaborgtm af
aflaupphæðinni. Við þessa tilhögun ynnist það, að
menn bæri fremr frá borði eftir verðleikum, enn nú
á sér stað, þar sem dugnaðarmaðrinn og ónytjungr-
inn einatt fá jafnan hlut; útgjöld skipa og manna
yrði þá jafnari enn nú er, þar sem fátœklingar ein-
att geta varla fylgt skiprúmi sökum ónógrar út-
gerðar, og sveitamenn rendi þá eigi alveg sér til
tjóns eins blint í sjóinn með arð af útróðri sínum,
eins og nú tíðkast, þar sem það ber einatt við, að
þeir eyða vortímanum við sjó i von um hagnað,
enn í vertíðarlok hrekkr aflinn naumast fyrir kostn-
aði.
3. Verbúðir og önnur híbýli sjómanna ætti að vera
hlýrri og betr útbúin enn nú er víða. Geta má
nærri, hversu' þau húsakynni eru óholl fyrir heilsu
manna, sem svo eru köld og súgmikil, að menn
verða að vera alklæddir til að halda á sér hita, þá
er stormar eða hörð frost eru, og að fullhraustir
menn hafa iðulega hæsi að morgni af köldum drag-
súg ; enn slík húsakynni sjómanna eru því miðr of
tíð.
4. þilskipum þyrfti menn að koma upp, bæði til að
stunda fiskiveiðar á þeim sjálfum, og til þess, að
fara á þeim á sumrin eftir fiskigöngunni kringum
landið og stunda bátaveiðar frá þeim. Ef t. d.
sjávarbœndr hér syðra ætti 5 eða 6 slíkt skip og
léti vinnumenn sína fara á því norðr eða austr
fyrir land á sumrum, þangað sem hafsíld væri til
beitu, og sœkja frá því róðra með lóð, og svo eftir
því sem við ætti ýmist leggja þar aflann á land
til verkunar eða flytja hann heim, þá mundi þeir
að líkindum oft hafa af því meiri arð enn af mis-
jafnri kaupavinnu. Enn jafnframt þyrfti menn að
læra að hirða vel skipin sjálf, segl, reiða og veið-