Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Side 104
arfœri, og að Hkindum þyrfti að vera til formanna-
lög, svo að hásetar gæti eigi að ósekju sýnt skip-
stjóra óhlýðni, og mjög væri undarlegt, ef íslend-
ingar gæti eigi með tímanum haft nokkuð líkan á-
bata af fizkiveiðum hér við land eins og útlendar
þjóðir.
Stofna ætti félag, sem hefði það ætlunarverk á
hendi, að efla fiskiveiðar landsmanna, bœta sjávar-
útveg og alla verzlun á sjávarvöru. Stjórn félags-
ins — enn það ætti að ná yfir land alt — ætti að
vera í Reykjavík, enn fulltrúar þess víðs vegar í sjáv-
arplássum landsins. Tekjur félagsins ætti að vera
tillög félagsmanna og árlegt tillag úr landsjóði.
Félagið ætti að gefa út ársrit um framkvæmdir
sínar ásamt ritgerðum, er lyti að framförum í
aflabrögðum, vöruvöndun og svo frv. J>að ætti
að annast um, að menn væri sendir á fiskisýningar
.erlendis, panta sýnishorn af veiðarfœrum, skipum
og bátum, er til bóta þœtti o. sv. frv., og er eigi
efamál, að slíkt félag, ef þvi væri vel stjórnað, og
landsmenn og landstjórn sýndi því áhuga, mundi
gera hið mesta gagn.