Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Page 105
Um alþýðumentun og alþýðuskóla.
Eftir
skólastjóra Jón Þórarinsson.
i.
Um aljtýðumentun.
Volksbildung ist Volksbefreiung.
Adolf Diesterweg
Alþýðumentun og barna uppeldi er nú orðið eitt hið
mesta áhugamál allra þjóða, sem láta sér ant um hag
sinn og framfarir. þ>ví meira sem frelsi þjóðanna vex,
því meiri kröfur eru gerðar til hvers einstaks borgara,
enn að sama skapi vex þörfin á mentuninni. Amos
Comenius (d. 1671), sem á sínum tíma var einhver hinn
ötulasti forvígismaðr alþýðumentunarinnar á f>jóðverja-
landi, segir: ,.Vér erum að sœkjast eftir frelsi, og
heimtum pólitiskt frelsi, enn að því fengnu erum vér
þó í raun réttri eigi frjálsari enn hestr, sem gengr
fyrir vagni; frelsið verðr að koma innan frá oss sjálf-
um ; einstaklingrinn verðr að sama skapi frjáls, sem
hann er mentaðr“. Og þegar Fichte (d 1814) hélt
hinar alkunnu rœður sinar i Berlín1 sagði hann : „Hið
eina ráð, sem ég sé til að frelsa f>jóðverjaland, er
algerð breyting á barnauppeldinu og alþýðumentuninniLÍ.
Á þetta mál eru flestir sáttir, enn um hitt hefir menn
I) „Reden an die deutsche Natíon“.
Tímarit hins islenzka Bókmentafélags. IV.
16