Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Side 110
248
láta hann halda sveitarómaga og lifa á meðgjöfinni
með þeim. þessi óforsvaranlega meðferð á börnum
hefnir sín sjálf, og kemr eðlilega þungt niðr á sveit-
arfélaginu, því að lítil Hkindi eru til, að það barn, sem
þannig er alið npp, hætti að vera ómagi, þó að það
komist af ómaga-aldri. Prestarnir eru reyndar að lög-
um skyldir til, að hafa umsjón með barna-uppfrœð-
ingu, eða réttara sagt: annast hana sjálfir, og hrepps-
nefndirnar eiga að láta sér jafn ant um uppeldi þeirra
barna, er fá uppeldi sitt af fátœkrafé, eins og annara
barna. þ>etta á að vera trygging fyrir þvi, að ekkert
barn alist upp í algerðri vankunnandi og vanrœkt.
Enn sú skylda, sem prestum er á herðar lögð, að sjá
um, að hvert fermingarbarn kunni að skrifa og reikna,
auk þess sem áðr hefir verið heimtað til fermingar,
mun því miðr eigi hafa þá þýðingu, er œskilegt væri.
Prestrinn getr ekki kent skrift og reikning hverju
fermingarbarni; hann kennir því ekki einu sinni kverið,
heldr hefir hann einungis umsjón með kenslunni. f*eg-
ar barnið svo er komið á fermingaraldr, er það fermt,
ef það kann kverið, hvað sem öðru Hðr, þvi að flest-
um prestum mun þykja viðrhluta-mikið, að neita barni
um fermingu, af því að það kann ekki að skrifa og
reikna, og er prestum það sízt láandi, þar sem eins
stendr á og hér. Trygging fyrir kunnáttu í öðru enn
trúbrögðunum fæst þvi ekki á þenna hátt. J>að væri
og alsendis órétt, ef prestrinn gerði það að skilyrði
fyrir fermingu barnsins, sem foreldrar þess og vanda-
menn geta oft ekki í té látið, né heldr prestrinn sjálfr.
Kensluna gæti foreldrarnir látið í té á tvennan hátt:
annaðhvort gæti þeir kent sjálfir, ef þeir eru þess um
komnir, eða keypt kenslu að öðrum, ef þeir hafa efni
til. Enn hve oft ber það ekki við, að hvorugt er
mögulegt ?
Að því er fyrra atriðið snertir, er óhætt að segja,