Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Side 112
250
Látum svo vera, að foreldrar sé eigi ávalt svo
mentaðir, að þeir geti sagt börnum sínum til sjálfir í
því, er þau þurfa að nema; þá er hinn vegrinn, að
kaupa kenslu að öðrum. Já, kawpa! — enn kenslu
geta þeir einir keypt, sem eitthvað hafa að kaupa
fyrir. Enn ég hefi tekið svo eftir, að það fari oftast
saman, að geta ekki veitt börnunum tilsögn sjálfr, og
hitt, að hafa ekkert til að kaupa hana fyrir; það er
hið umhugsunarverða. Væri ávalt hœgt að skipa
þeim foreldrum, sem vanrœkja uppeldi barna sinna,
eða geta ekki veitt það sjálfir, að kaupa kenslu, þá
væri öllu borgið, enn oft er pað ómögulegt. Og til
hvers er svo að segja prestum að ganga eftir því, að
skrift og reikningr sé kent, ef enginn getr kent á
heimilinu og ekkert fé er til að kaupa kensluna fyrir.
Til þess er enginn réttr, nema um leið sé einhver
mögulegleiki til að uppfylla þessa kröfu ; að minsta
kosti mega það heita ósanngjörn lög.
£>essi tilraun dugir því ekki til að ráða úr þeim
tilfinnanlega skorti sem er á alþýðumentun; það er
ekki til nema eitt ráð, að stofna skóla, þar er tilsögn
veitist öllum þeim börnum, sem ekki eiga kost á henni
heima fyrir. Enn þegar um það er að gera, að stofna
skóla til barnakenslu eingöngu, verðr á það að líta,
hvar þörfin er mest á slíkum stofnunum, og hvar þeim
verðr að kostnaðarminstu við komið.
fað er eflaust, að börn á sveitaheimilum fá al-
ment betri tilsögn enn gerist við sjó. J>etta er eðli-
legt, því að ástœðurnar eru alt aðrar f sveit enn við
sjó. Á sveitabœjum eru húsbœndr alloftast við heim-
ili sín allan vetrinn, og gefst þá næði og tóm til að
segja til börnum. Til þess ber því eigi eins brýna nauð-
syn, að stofna barnaskóla í sveitum eins og víðast við
sjó, enda myndi það hafa ýmsan annan kostnað í för
með sér, sem yrði bœndum þungbær, einkum af því,