Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Síða 113
251
að þeir þyrfti að koma börnum sínum fyrir utan heim-
ilis. í Noregi og Svíþjóð hafa verið svo kallaðir „um-
gangskennarar“, sem hafa gengið um sveitirnar og
kent tíma og tíma á hverjum bœ; hefir þetta þótt
koma að góðu haldi þar sem strjálbýli hefir verið svo
mikið, að föstum skólum hefir eigi orðið við komið
með bærilegum kostnaði. þetta ráð hefir og verið
reynt hér á landi, og þótt koma að nokkrum notum.
Aftr á móti eru heimilis ástœður oft svo í sjávar-
sveitum, að börnum verðr sárlítil tilsögn veitt, þó að
einhver á heimilinu kynni annars að vera fœr um það,
nema þá stund og stund, eða dag og dag. Enn undir
því er mjög mikið komið, að börn fái daglega og stiiðuga
tilsögn, meðan þau eru ekki komin svo langt á veg, að
þau geti hjálpað sér sjálf. Að barnauppfrœðing í hin-
um svo kölluðu „sjávarplássum“ sé alment lakari enn
í sveit, er svo alment viðrkent, að því neitar enginn,
enn það þarf ekki að orsakast eingöngu af sljóvum
vilja og hirðuleysi hlutaðeigandi húsbœnda. þ>að er
svo margt annað, sem að því styðr. í slíkum sveit-
um er ekki annað ráð sýnilegt, enn að stofna barna-
skóla, er veiti tilsögn eingöngu eða að mestu leyti í
því, sem lögskylt er til fermingar. Á notkun slíkra
skóla í sjávarsveitum yrði heldr enginn lfkr örðugleiki
fyrir almenning eins og til sveita, því að þar sem eins
er þéttbýlt og víða gerist við sjó, er börnum innan-
handar að ganga daglega til skólans heiman, ef hann
er haganlega settr. f>að er, ef til vill, eigi um skör
fram að brýna það fyrir mönnum, að heimta ekki
meira af barnaskólum enn heimta má, þvi að ég hefi
orðið þess var, að á sumum þeim barnaskólum, sem
þegar eru stofnaðir, er kent fleira enn ætla má, að
börn á því reki, sem þau eru i skólum, geti haft not
af, enn það hlýtr að vera beinlínis skaðlegt fyrir ó-
þroskað barn, að hafa svo margar námsgreinir undir