Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Síða 116
254
n.
Ætlunarverk og tilgangr alþýðuskólans.
„Alþýðuskólinn er mentunar- og- uppeldisstofn-
un, þar er börn og' unglingar þjóðarinnar eiga að öðl-
ast þá mentun, sem er nauðsynleg hverjum manni, án
tillits til stéttar og stöðu, eins konur og karlar. Sú
mentun sem alþýðuskólinn veitir, er því almenn þjóð-
mentun“x.
þannig lýsir Dr. Dittes þeirri mentunarstofnun,
er vér nefnum : alþjðuskóla. Með þessum orðum eru
einnig tekin fram þau takmörk, sem alþýðuskólanum
eru sett; hann á að menta menn, enn ekki gera þá
lærða; hann á ekki að gera þá að jarðyrkjumönnum,
eða siglingamönnum o. s. frv. Með öðrum orðum:
hann á ekki að vera lærðr skóli (o: skóli, er býr
menn undir háskólamentun) né búnaðarskóli né sjó-
mannaskóli, enn hann hefir það ætlunarverk, að leggja
þann grundvöll í mentuninni, sem byggja má ofan á
hvað af þessu sem vill. Hann á að vekja og efla þá
krafta hjá barninu, sem eru nauðsynleg undirstaða
fyrir hvern mann, hverja stefnu, sem hann tekr í líf-
inu. „í’eir, sem í alþýðuskólann ganga“, segir Dittes,
„eru enn of ungir til þess, að vita megi með vissu,
hvað úr þeim kann að verða; enn það vitum vér víst,
að þeir eiga að verða menn, frjdlsir og sjálfstæðir
menn ; það er tilgangr skólans, að gera þá fœra um,
að kjósa sjálfir ogkjósa rétt þá lífs stöðu, sem þeir eru
bezt lagaðir fyrir. . . . Skólakennarinn verðr þvi ávalt
að hafa hugfast, að það er skylda hans, að vekja
til lífs og framkvæmda allar gáfur barnsins, andlegar
og líkamlegar, þannig að allir kraftar þess komist i
samvinnu, styrkjandi hver annan, enn ekki veikjandi;
I) Dr. Friedrich Dittes: „Die Volkschule als öffentliche Bil-
dungsanstaltI) 11.