Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Side 117
255
barnið verðr þá f samrœmi við sjálft sig', þegar það
þroskast, og skilr í hverju sambandi það stendr við
mannfélagið“-
Af þvi, að alþýðuskólinn á að leggja ina fyrstu
undirstöðu í mentuninni, leiðir aftr eðlilega, að hann
er ekki œtlaðr fullorðnum, heldr börnum og unglingum.
Alþýðuskólar á þ>jóðverjalandi gera ráð fyrir 7 ára skóla-
vist (frá 6. ári til 14.). J>essi aldr er og eflaust bezt
til náms fallinn af öllu lífskeiði mannsins, einkum
þegar litið er á það, að á skólaárunum á unglingrinn
eigi einungis að aukast að bóklegri þekkingu, heldr
og að þroskast og festast í siðferðislegu tilliti. Co-
menius tekr mjög skýrlega fram nauðsyn þess, að
barna-uppfrœðingin byrji þegar á unga aldri. „f>ó að
vér ættum vist að lifa lengi“ segir hann, „þá ætti
ungmennamentunin þó að byrja snemma ; því lífið er
ekki léð oss eingöngu til að lœra, heldr og til að
starfa“. Mentunin á því að byrja svo snemtna sem
auðið er, til þess að hver einstakr geti í tíma kosið
lifstefnu sína, kosið sér lifstarf, að eigi fari svo, að
vér verðum að hætta að lifa áðr enn vér höfum lært
hvernig vér eigum að lifa“. það er og eðli allra lif-
andi skepna, að þær má beygja og laga í œskunni,
enn ekki þegar þær eru fullþroskaðar. Ina ungu
kvisti má beygja og laga til eftir geðþótta, enn siðr
fullvaxna eik. J>essu er eins varið með manninn. Af
þvi að maðrinn þarf meira að læra í œskunni, enn aðr-
ar skepnur.hefir guð gefið honum fleiri œskuár. Sú
þekking ein verðr mannsins eigin, sem hann fær í
œskunni. f>ví skal honum innrœtt þegar í barnœsku,
það sem honum er nauðsynlegast, svo að hann glati
því ekki. f>að er alsendis nauðsynlegt, að gróðrsetja
hjá unglingum sannar og réttar vísdóinsreglur, þvi að
þegar árin fœrast yfir menn, heldr andinn ekki kyrru
fyrir ; hann vaknar til aðgerða, og þegar svo er kom-