Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Page 119
Um búreikninga.
Eftir
Guðmund prófast Einarsson.
J>að hljóta allir að játa, sem þekkja til, að vér íslend-
ingar höfum engu síðr enn nábúa þjóðir vorar gáfur
og hœfilegleika til mentunar og framkvæmda ; alt um
það stöndum við á baki þeirra með margt það sem
nauðsynlegt er og sem að framförum og þjóðmenn-
ingu lýtr. Auk margs annars, erum vér mjög skamt
á veg komnir í hagfrœði, og margr mun varla vita
þýðingu þessa orðs enn, því siðr meira. Að vísu hefir
verið og er enn töluvert búvit í mörgum manni, karli
sem konu, sem kemr og hefir komið að bezta liði í
búnaði og bústjórn; enn alt um það verðr því eigi
neitað, að búvitið er hjá alt of mörgum eigi nógu
skýrt og þekkingin eigi nógu ljós, og hagfrœðin, sem
kemr fram í búnaðinum, fremr óljóst hugboð enn á-
reiðanleg vissa.
Eitt af því, sem veldr óvissu þessari, er óvani sá,
að fæstir halda búreikninga, og verðr þvi margt hvað
miklu meira af handa hófi í búnaðinum enn vera ætti.
Menn sjá eigi svart á hvítu hvern hag eða skaða þeir
hafa haft af þessari skepnunni, þessari tilhöguninni,
þessu fyrirtœkinu. Sé t. a. m. spurt að, hvað kýrnar
eða ærnar á þessari jörðu mjólki að meðal tölu, og
hvað smérpundið fáist úr mörgum pottum nýmjólkr,