Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Side 131
269
á dag, þá verða það 7500 bollar um árið, og
verðr þá að teljast svo til, að yfir 50 bollar fáist
úr kaffipundinu, og það er of mikið ætlað. Ég
læt heimilið vera í tóbaks- og ölfanga-bindindi, og
hinn annan varning af skornum skamti.
6. það er altizka, að telja hálfa aðra vætt í alt það, er
meðalkaupamanni þarf að leggja til um heyskap-
arvikuna, og kvenmanninum að sínu leyti eina
vætt.
7. —10. J>að af mjólkinni, kjötinu og tólginni, sem
haft var til fœðis fyrir heimilið, verðr að fœrast
til útgjalds. Hið annað af mjólkinni og fénaðin-
um fœrist óbeinlinis til útgjalds með þvi, aðbónd-
anum er ætlað að verja því til lúkningar tilfœrð-
um útgjaldagreinum.
11. Hér er slept að tilfœra skóleðrstegundirnar, enn
nærri lagi mun, þar sem talsverðr gangr er við
smalamensku og heyskap, að ætla þriggja króna
virði á mann.
Ég fœri eldivið eigi til útgjalds; öflun hans er
fólgin í heimilisvinnunni.
12. þ>að er sjálfsagt, að bóndinn verðr að fá endrgjald
fyrir fyrningu og vanhöldum á hrossunum, og laga-
vexti af verði því, sem í þeim liggr, og þetta má
eigi vera minna enn 50 kr. um árið.
13. Um húsaleigu er það að segja, að ég hygg að það
fari eigi fjarri sanni, þegar meðal talan er tekin
af torfbœjum til sveita, að ætla að hús sé eydd
að fullu og öllu á 28 árum, og eftir því ætti húsa-
leigan að vera 6% af verði húsanna.
Jarðarhús á þokkalega hýstu bóndabýli eru
hér um bil 8—900 króna virði, og þvi geri ég húsa-
leiguna um árið 50 krónur.
14. Fyrir viðhaldi búshluta hefi ég sama mælikvarða
sem fyrir húsaleigu.