Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Side 2
2
útdrátt þennan, en því miður hefi jeg ekki getað
sýnt honum hann, og verður því að hvíla á mjer
ábyrgðin fyrir hann.
Friskólar.
Hvergi í heimi er meiri stund lögð á menntun
almennings en i Bandaríkjunum i Ameríku. En ekki
er auðvelt að segja, hve miklu fje er árlega varið
til hennar; þó er svo talið til, að í sumum ríkjum
sje varið svo miklu fje til menntunar almenningi, að
um 20 kr. komi á hvern mann árlega. Eigi er þó
kvartað um, að þessar álögur sjeu of þungar, held-
ur þykir því fje vel varið, sem til menntunar er
lagt, og öll líkindi eru til, að fjárframlög í þá átt
muni aukast en eigi minnka. En hverjar eru or-
sakir til örlætis Ameríkumanna í þessu efni? f>ær
eru að vísu margar; þó má telja tvær helztar ;
byggist önnur þeirra á fastheldni við skoðanir þeirra
manna, er fyrstir námu land í Nýja-Englandi, en
hin á stjórnarskipuninni og allri fjelagsskipun í
Bandaríkjunum, því að góð menntun almennings er
með öllu ómissandi til að halda þessu hvorutveggja
í föstum skorðum.
Seint á 16. öld byrjuðu Englendingar að nema
land í Norður-Ameríku; síðar flýðu margir menn
frá Englandi sökum trúarofsókna vestur um haf og
settust þar að. ]?essir menn voru trúmenn mestu,
og vildu, að hver maður gæti lesið ritninguna og
skilið hana. Eitt með fyrstu störfum þeirra í hinu
nýja ættlandi var þvi að koma upp skólum og
skipa fyrir, að almenningur skyldi njóta fræðslu.