Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Qupperneq 7
7
Stiglausir skólar eru enn mjög margir til sveita;
við þá er einn kennari, og er eigi fast ákveðið,
hvað kenna skuli í þeim, heldur er kennarinn lát-
inn mjög sjálfráður í því efni. Hvervetna þar, sem
kostur er á í sveitum, er reynt að koma á stigskól-
um, með því að stofna æðri skóla fyrir almenning
á fleiri eða færri stöðum í hjeruðunum.
Stigskólar skiptast optast i þrennt, auk smá-
barnaskóla:
Byrjendaskóla (primary school);
Miðskóla (grammar school) ;
Yfirskóla (high school).
þessum skólum er skipt í tólf eins árs bekki,
og þarf því tólf ár til að ganga gegnum þá alla,
eða fjögur ár hvern þeirra.
Næst eptir yfirskólunum taka við kennaraskól-
arnir (normal schools); þeir eru æðstir af almennings-
skólum.
Stiglausu skólunum er optast mjög ábótavant.
í>ó má öllu fremur telja það kost en löst við þá,
að kennarar eru látnir svo mjög sjálfráðir með
kennsluna; að öðum kosti mundi einn kennari eigi
geta komizt yfir að kenna, svo í nokkru lagi færi,
einum fimmtíu börnum á ýmsu reki; og því tor-
veldara er þetta, sem það er eigi siður i Bandaríkj-
unum, sem svo víða annarstaðar, að iáta þau börn,
sem lengra eru á veg komin, hjálpa hinum, sem
skemmra eru komin, og ljetta þannig undir með
kennaranum.
Að vísu verður þvi eigi neitað, að sje eigi höfð
umsjón með þessum sjálfráðu kennurum, þá hættir
sumum þeirra við að kenna svo margt og mikið,
að að eins nokkrir af nemendunum hafa gagn af
því. Eitt af því, sem stendur stiglausu skólunum
fyrir þrifum, er, hvað skólatiminn er stuttur, optast